Author Archives: Páll Ægir Pétursson

Alþjóða siglingadagurinn 28. september og 50 ára afmæli MARPOL

Ísland er aðili að Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er eins konar stjórnarskrá hafsins. Ísland á einnig aðild að MARPOL-samningnum um verndun hafsins. Fimmtíu ár eru nú  liðin frá því að samningurinn leit dagsins ljós.  Auk samningsins sjálfs eru við hann sex mikilvægir viðaukar.  Við höfum staðfest fjóra þeirra en þeir fjalla um varnir gegn olíumengun, […]

Nordisk Navigatør Kongress 22 – 23 ágúst

Ég undirritaður og Árni Sverrisson sóttum fund systurfélaganna í Skandinavíu, Nordisk Navigatör Kongress, sem fram fór 22. – 23. ágúst sl.í Turku í Finnlandi. Eins og vant er, fluttu fulltrúar félaganna skýrslu, hver fyrir sitt félag og síðan voru skýrslurnar ræddar og spurningum svarað. Hvert land fyrir sig getur sent inn beiðni um að ákveðin […]

Námskeið fyrir hafnsögumenn

Skráning á námskeið fyrir hafnsögumenn hefst á morgun 18. ágúst kl. 10:00 Þá birtist á vefsíðu námskeiðsins https://tskoli.is/namskeid/hafnsogumenn/ hnappur sem á stendur Sækja um. Athugið vel að kortanúmer þarf til að umsókn sé gild. Þar sem margir hafa sýnt námskeiðinu áhuga og aðeins takmarkaður fjöldi sæta er í boði hverju sinni, þá er stefnt að […]

Lífið um borð – ljósmyndasamkeppni ITF

Hin árlega ljósmyndasamkeppni Alþjóðaflutningaverkamannasambandsins stendur nú yfir fyrir árið 2023, henni lýkur 15. ágúst n.k. Sjómenn eru hvattir til að senda inn ljósmyndir sem sýna lífið um borð við ýmsar aðstæður frá degi til dags. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þrjár bestu myndirnar. Hugmyndin með ljósmyndasamkeppni ITF er að vekja athygli á mikilvægum störfum […]

Fræðslumynd um andlegt álag á sjó „Seafarers fatique“

SJÓMENN hvílast ekki nógu vel um borð í skipum sínum en það eykur hættu á slysum. Núna rétt fyrir jól lét Samgöngustofa setja íslenskan texta á fræðslumynd Háskólans í Cardiff í Wales um andlegt álag á sjó „Seafarers fatique“. Sjá link hér að neðan.  https://www.samgongustofa.is/um/frettir/siglingafrettir/samgongustofa-textar-mynd-haskolans-i-cardiff-um-andlegt-alag-a-sjo  

Alþjóðasiglingamálastofnuninn IMO hefur ákveðið að 18. maí verði héðan í frá tileinkaður KONUM í SIGLINGUM og SJÁVARÚTVEGI

Alþjóðasiglingamálastofnuninn  IMO hefur ákveðið að 18. maí verði héðan í frá tileinkaður KONUM í SIGLINGUM og SJÁVARÚTVEGI maí eru í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur nú á miðvikudag https://www.imo.org/en/MediaCentre/PressBriefings/pages/A32WomenInMaritimeDay2021.aspx   Það er hvergi meiri kynjamunur í atvinnugreinum en í siglingum  -en aðeins um  1% sjómanna eru konur. Það horfir þó nokkuð til bóta því heldur fleiri […]

Nokkur orð um fiskeldi

Undanfarna mánuði höfum við haft samband við skipstjórnarmenn beggja eldisfyrirtækjanna á Austfjörðum og eins eldisfyrirtækis með höfuðstöðvar á norðanverðum Vestfjörðum. Markmiðið er að fá  starfsmenn þeirra til að ganga í FS svo að hægt sé að gera kjarasamning fyrir skipstjórnarmenn eldisfyrirtækja á landinu.  Á fundi með sáttasemjara síðasta vetur, með fulltrúm SFS, SA og VM, […]

Kadettanám

Skipstjórnarskólinn hefur auglýst eftir áhugasömum nemendum í Kadettanámið sem kynnt var á síðasta aðalfundi félagsins í júní sl. og er reiknað með að það hefjist í síðasta lagi næsta vor. Einnig er fyrirhugað námskeið fyrir þá skipstjórnarmenn sem verða leiðbeinendur um borð. Fjórar útgerðir innan SFS eru tilbúnar að taka kadetta um borð í fiskiskip […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur