Um félagið

Félag Skipstjórnarmanna var stofnað í janúar 2004.  Félagið varð til með sameiningu þriggja gamalgróinna félaga, þau voru Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan sem var eitt elsta stéttarfélag landsins stofnað 1893, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga stofnað 1918, og Félag íslenskra skipstjórnarmanna sem varð til með sameiningu þriggja eldri félaga árið 2000, en á rætur að rekja aftur til ársins 1919.   Á síðari stigum varð Skipstjóra- og stýrimannafélagið Sindri aðili að Félagi Skipstjórnarmanna og einnig Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á vestfjörðum.   Þegar Farmanna og Fiskimannasamband Íslands FFSÍ var lagt niður í nóvember 2017, gerðu Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi í Vestmannaeyjum og Vísir á Suðurnesjum þjónustusamning við Félag Skipstjórnarmanna.

Félagsmenn eru um 800.

Félagið gerir kjarasamninga fyrir skipstjórnarmenn á:

  • Fiskiskipum við SFS Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.
  • Farskipum í millilandasiglingum við Samtök atvinnulífsins.
  • Hafnsögubátum og hafnsögumenn við Samband Íslenskra Sveitarfélaga.
  • Hafnsögubátum við Faxaflóahafnir.
  • Varðskipum, þyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar við Samninganefnd Ríkisins.
  • Hafrannsóknaskipum við Fjármálaráðuneytið.
  • Dýpkunarskipum við Björgun hf.
  • Ferjum við nokkra rekstraraðila.

Skrifstofa félagsins er að Grensásvegi 13, 108 Reykjavík, og kennitala Félags Skipstjórnarmanna er 680104-2550.

Opnunartími skrifstofu er:  Mánudagur til fimmtudags frá kl. 08 – 16, föstudagar kl. 08 – 15

Félagsaðild að Félagi Skipstjórnarmanna hafa skipstjórnarmenn sem hafa menntun sem skipstjórnarmenn.

Félagi Skipstjórnarmanna gefur út tímaritið Víking fjórum sinnum á ári, blaðið fjallar um málefni sjávarútvegs og félagsins sem efst eru á baugi hverju sinni.   Félagsmenn fá Víking heimsendan, og geta einnig skoðað blöðin á heimasíðu félagsins.

Sjóðir félagsins standa straum af kostnaði við félagsstarf, skrifstofu og starfsemi á vegum félagsins. Helstu sjóðir eru sjúkrasjóður, orlofssjóður, félagssjóður og starfsmenntasjóður.

Sjúkrasjóður félagsins annast greiðslur til félagsmanna sem lenda í veikindum og slysum.

Sex orlofshús, og átta íbúðir eru í eigu félagsins.

Árni Sverrisson er formaður Félags Skipstjórnarmanna.