Styrkir úr félagssjóði

Veiðikortið

Félagið greiðir 80% af verði veiðikortsins til félagsmanna. Fylla þarf út umsókn og senda til félagsins ásamt kvittun.

Útilegukortið

Félagið greiðir 80% af verði útilegukortsins til félagsmanna. Fylla þarf út umsóknareyðublað og senda til félagsins ásamt kvittun.

Námskeið

Fullgildir félagar FS sem hafa greitt í félagið undangengna 12 mánuði geta sótt um styrk vegna námskeiða. Styrkur þessi nemur 50% af námskeiðsgjaldi þó að hámarki kr. 100.000.- mv. almanaksár.

Undir þetta falla öll námskeið sem til þess eru fallin að efla félagsmenn í starfi sem skipstjórnarmenn.