Nordisk Navigatør Kongress 22 – 23 ágúst

Ég undirritaður og Árni Sverrisson sóttum fund systurfélaganna í Skandinavíu, Nordisk Navigatör Kongress, sem fram fór 22. – 23. ágúst sl.í Turku í Finnlandi. Eins og vant er, fluttu fulltrúar félaganna skýrslu, hver fyrir sitt félag og síðan voru skýrslurnar ræddar og spurningum svarað. Hvert land fyrir sig getur sent inn beiðni um að ákveðin málefni verði tekin fyrir á næsta fundi. Í máli Svía koma fram að þeir sömdu nýlega til tveggja ára fyrir millilandaskip og ferjur um 7,4%  launahækkun að meðaltali fyrir þetta tímabil. Hjá Finnum eru launahækkanir farmanna, skipa í innanlandssiglingum, offshore og hjá áhöfnum íbrjóta samtals 3% á þessu ári. Færeyska skipstjórnarfélagið FSN samdi til tveggja ára um 3,86% hækkun á fyrsta ári og 4,04% hækkun á öðru ári. Áhafnir skipa í fiskeldi fengu u.þ.b. 29% launahækkun. FNS á eftir að semja fyrir áhafnir ferja, hafrannsóknaskipa, skoðunarskipa og hafnarverði, þeir eru með þriggja ára samning fyrir fiskimenn.

Hjá Dönum hækkuðu laun á skipum undir DIS fána um 3,5% um mitt ár 2023 og mun hækka um 2% á næsta ári. Samið var um 2ja% hækkun á framlagi skipafélaganna í lífeyrissjóði. Norðmenn hafa ekki klárað samninga en hækkanir verða á bilinu frá 5,2% – 6,95%. Launin hjá okkur hafa hækkað nokkuð meira heilt yfir en hjá hinum þjóðunum, síðast skrifuðum við undir skammtímasamning við Faxaflóahafnir til 9 mánaða. Um er að ræða hækkanir sem nema 9,89%.

Tveir Nordisk Navigatör Kongress fundir eru haldnir á ári, stóru þjóðirnar, Svíar, Danir og Norðmenn halda vetrarfundina til skiptist í janúar og minni þjóðirnar, Finnar Íslendingar og Færeyingar halda fundina í ágúst. Oft eru fróðleg erindi flutt og gott fyrir félögin að skiptast á upplýsingum um launakjör, atvinnuástand sjómanna, vaxtakjör, verðbólgu og horfur í efnahagsmálum.

Sjómannastéttin norræna er að eldast og nýliðun ekki nægjanleg, það veldur okkur áhyggjum. Það virðist vera heilt yfir sama sagan hjá öllum Norðurlandaþjóðunum. Okkur vantar fleira ungt fólk til sjós og í skólana ef við eigum að halda í við fjölda þeirra sem fara á eftirlaun. Menntamál voru líka rædd og gæði menntunar yfirmanna. Hún virðist því miður fara hnignandi með losaralegu eftirliti og auknu fjarnámi. Menn voru sammála um að það vanti praktíska kennslu og að skólarnir fylgi nútímavæðingu skipa. Nemendur hreint út sagt eru ekki nægilega hæfir þegar þeir útskrifast og þurfa mikla þjálfun um borð í skipunum á tæki og tól. Gamaldags kennsluaðferðum er beitt og virðast kennarar ekki fylgjast nægilega vel með þróuninni.

 

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur