Kadettanám

Skipstjórnarskólinn hefur auglýst eftir áhugasömum nemendum í Kadettanámið sem kynnt var á síðasta aðalfundi félagsins í júní sl. og er reiknað með að það hefjist í síðasta lagi næsta vor. Einnig er fyrirhugað námskeið fyrir þá skipstjórnarmenn sem verða leiðbeinendur um borð. Fjórar útgerðir innan SFS eru tilbúnar að taka kadetta um borð í fiskiskip og skólinn ætlar í viðræður við farskipaútgerðirnar. Námið hefur einnig verið kynnt fyrir Landhelgisgæslunni sem sýnt hefur verkefninu áhuga. Ekki hefur verið rætt við Hafrannsóknarstofnunina ennþá. Námið tekur 12 mánuði sem reiknast sem siglingatími til réttinda. Laun verða greidd og gert er ráð fyrir að kadettar á fiskiskipum verði á kauptryggingu þessa 12 mánuði  sem þeir verða um borð en þar sem viðræður við farskipaútgerðirnar eru ekki hafnar er ekki hægt að segja til um laun kadetta á farskipum. Nánari upplýsingar gefur Magnús Guðjónsson hjá Skipstjórnarskólanum.

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur