Alþjóðasiglingamálastofnuninn IMO hefur ákveðið að 18. maí verði héðan í frá tileinkaður KONUM í SIGLINGUM og SJÁVARÚTVEGI

Alþjóðasiglingamálastofnuninn  IMO hefur ákveðið að 18. maí verði héðan í frá tileinkaður KONUM í SIGLINGUM og SJÁVARÚTVEGI

  1. maí eru í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur nú á miðvikudag

https://www.imo.org/en/MediaCentre/PressBriefings/pages/A32WomenInMaritimeDay2021.aspx

 

Það er hvergi meiri kynjamunur í atvinnugreinum en í siglingum  -en aðeins um  1% sjómanna eru konur. Það horfir þó nokkuð til bóta því heldur fleiri stelpur sækja nú nám í skipstjórn og vélstjórn, auk annarra siglinga – og sjávarútvegstengdra greina.   Til þess að vekja athygli á þeirri stöðu þarf að vekja athygli á möguleikunum sem felast í sjósókn og sjávarútvegi ekki hvað síst með því að draga fram sterkar fyrirmyndir. Þá hefur á undaförnum árum orðið til sterkt tengslanet kvenna í siglingum og sjávarútvegi þar sem konur hittast, miðla af þekkingu sinni og kynnast þeim fjölbreyttu nýjungum sem einkenna greinarnar, m.a. fullnýting þess sem áður var úrgangur en er nú nýtt í heilsu-, matvæla- og snyrtivörur.

 

Árið 2019 var í starfsemi IMO helgað konum í siglingum. Hérlendis var af því tilefni haldin góð ráðstefna síðla það ár með fjölda innlendra og erlendra fyrirlesara.

Við höfum í frá árslokum 2019 haft þá áherslu að leitast við að fjölga konum í siglingum. Það hefur borið ákveðin árangur sem sést vel í 200 mílum, Fiskifréttum að þar eru ávallt viðtöl við konur ( sem áður kom varla fyrir) og útgerðir vekja sérstaka athygli á því ef eru konur í áhöfn.– En það er langt í land.  Á síðasta ári kom td. út skýrslan „Samgöngur og jafnrétti- Stöðugreining“ eins konar grænbók í jafnréttismálum samgangna sem leiddi margt áhugavert í ljós

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur