Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 1. nóvember 2023, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur lækkar um -2,5% Ósl. þorskur lækkar um -2,5% Sl. ýsa lækkar um -9,0% Ósl. ýsa lækkar um -10,0% Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á […]
Björn Berg Gunnarsson Fyrirlesari og ráðgjafi verður með Námskeið (fræðslu) um lífeyrismál og starfslok fyrir félagsmenn og maka föstudaginn 27. október frá kl. 13.00 – 16.00 á Grand hótel – Hvammi. Fundurinn er einnig fjarfundur, félagsmenn munu fá sendan hlekk á fundinn daginn fyrir fund. Áherslan verður á skipstjórnarmenn (sjómenn) og maka þeirra, farið verður […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. október 2023, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa lækkar um -5,0% Ósl. ýsa lækkar um -10,0% Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla […]
Kæru félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, Það verður kaffispjall á skrifstofunni Grensásvegi 13, föstudaginn 29. september, frá kl. 10 til 12. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin,
Ísland er aðili að Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er eins konar stjórnarskrá hafsins. Ísland á einnig aðild að MARPOL-samningnum um verndun hafsins. Fimmtíu ár eru nú liðin frá því að samningurinn leit dagsins ljós. Auk samningsins sjálfs eru við hann sex mikilvægir viðaukar. Við höfum staðfest fjóra þeirra en þeir fjalla um varnir gegn olíumengun, […]
Jóna Brynja Birkisdóttir hefur verið ráðin til starfa sem sérfræðingur á skrifstofu félagsins, þar sem hún mun m.a. sjá um gagnavinnslu og greiningu gagna ásamt skýrslugerð og upplýsingagjöf. Jóna Brynja er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Áður en hún hóf störf hjá félaginu starfaði hún í útflutningsdeild (logistics manager) hjá Marz Sjávarafurðum. Við bjóðum […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4. september 2023, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur hækkar um 1,8% Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa lækkar um -2,0% Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla […]
Í gær fór fram árlegt golfmót FS, á Hlíðarvelli í Mosfellssveit að þessu sinni, mótið var fjölmennt (33 þáttakendur), veðrið var ágætt, lítilsháttar súld til að byrja með en logn, svo gerði smá golukalda, keppendur voru kátir að vanda. Golfkapteinn ársins 2023 er Eiríkur Jónsson skipstjóri. Úrslit flokki skipstjórnarmanna: sæti Eiríkur Jónsson 35 punktar. […]
Ágætu starfsmenn Faxaflóahafna Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags skipstjórnarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Faxaflóahafnir hefst kl. 15.00 í dag föstudaginn 25. ágúst 2023. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 15.00 mánudaginn 28. ágúst 2023. Tengla á samkomulagið og kynningarefni er að finna á kjörseðlinum. Starfsmenn Faxaflóahafna geta tengst atkvæðagreiðslunni hér Samninganefndin
Ég undirritaður og Árni Sverrisson sóttum fund systurfélaganna í Skandinavíu, Nordisk Navigatör Kongress, sem fram fór 22. – 23. ágúst sl.í Turku í Finnlandi. Eins og vant er, fluttu fulltrúar félaganna skýrslu, hver fyrir sitt félag og síðan voru skýrslurnar ræddar og spurningum svarað. Hvert land fyrir sig getur sent inn beiðni um að ákveðin […]