Opnað verður fyrir útleigu í sumarhúsum félagsins á Laugarvatni, Hraunborgum í Grímsnesi og í Úlfstaðaskógi, ásamt íbúðum á Akureyri þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 12:00 (á hádegi). Um umsóknir gildir að fyrstur kemur fyrstur fær. Á sumarorlofstíma er eingöngu um vikuleigu að ræða, frá föstudegi til föstudags.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. febrúar 2016 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á karfa um 5%. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 2. febrúar 2016.
Reykjavík 26.01. 2016 Viðmiðunarverð gasolíu var 21.12.2015 til og með 20.01.2016 286,45 leiðir af sér hækkun á skiptaprósentu á afla seldum til vinnslu innanlands úr 70 í 72 % Skiptaverðmætishlutfall einstaka mánuði árið 2016 Innan- Frystur botnfiskur Fryst rækja Loðnu/kolm. Siglt erl. Gámafiskur Olíuviðm. 2016 lands: fob: cif: fob: cif: landað erl. af brúttó […]
Atkvæðagreiðslu skipstjórnarmanna á kaupskipum um boðun verkfalls frá miðnætti (kl. 24:00) mánudags 1. febrúar nk. lauk á hádegi í dag. Á kjörskrá voru 46, af þeim greiddu 42 atkvæði eða 91,3%. Já sögðu 38 eða 90,5%, auðu skiluðu 4 eða 9,5%. Enginn greiddi atkvæði gegn verkfallinu.
Formaður: Árni Bjarnason Kópavogi. Ritari: Birgir sigurjónsson Reykjavík. Björn Ármannsson Höfn Hornafirði. Friðrik Höskuldsson Álftanesi. Guðjón Guðjónsson Skagaströnd. Varaform: Guðlaugur Jónsson Kópavogi. Magnús Harðarson Kópavogi. Páll Halldórsson Hnífsdal. Vignir Traustason Akureyri. Varamenn:Gunnar Gunnarsson Reykjavík. Jón Frímann Eiríksson Grundarfirði. Sigurður Þórarinnsson Stykkishólmi. Sigþór H.Guðnason Grenivík.
Skipstjórnarmenn á kaupskipum! Ef til verkfalls skipstjórnarmanna á kaupskipum kemur, mánudaginn 1. febrúar kl. 24:00 og einhver vafi í ykkar huga um framkvæmd verkfallsins þá hafið samband við Ægi í síma 897-9093. Upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti um borð í öll skip og á öll fyrirliggjandi netföng ykkar. Góða helgi. Ægir Steinn Sveinþórsson
Skipstjórnarmenn á kaupskipum skrifuðu kjarasamning á þriðja tímanum í nótt. Verkfalli skipstjórnmanna er því frestað til 24:00 mánudaginn 15. febrúar nk. (aðafararnótt þriðjudags) verði samningurinn felldur í atkvæðagreiðslu.
Á hádegi í dag, föstudaginn 12. febrúar 2016 lauk atkvæðagreiðslu vegna kjarasamninga skipstjórnarmanna á kaupskipum annars vegar og skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgælu Íslands hins vegar. Skipstjórnarmenn á kaupskipum: Á kjörskrá voru 47, af þeim greiddu 39 atkvæði eða 82,9%. Af þeim sem greiddu atkvæði: Já sögðu 36, 92,3%; Nei sögðu 2, 5,1%; einn skilaði auðu. Skipstjórnarmenn […]
Nú liggur fyrir niðurstaða í skoðanakönnun meðal skipstjórnarmanna á fiskiskipum þar sem boðið var upp á þrjá valkosti til að komast að því til hvers vilji manna stendur varðandi framhald kjaraviðræðna við SFS. Valkostir voru eftirfarandi:Nr. 1. Óbreytt ástand, þ.e. samningar lausir áfram. Nr. 2. Semja um hækkun kauptryggingar, launaliða og hugsanlega um nokkara aðra […]
Á fundi sjómanna (FFSÍ – SSÍ – VM) og útvegsmanna (SFS – LS) í Úrskurðarnefnd sem haldinn var 5. Apríl s.l. var ákveðið óbreytt fiskverð allra tegunda næsta mánuð. Næsti fundur 3.maí 2016.