Skrifað undir samning við SFS

Í dag föstudaginn 24. júní var skrifað undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að hálfu Farmanna-og fiskimannasamband Íslands og Sjómannasambands Íslands. Samningurinn verður í framhaldinu kynntur fyrir félagsmönnum aðildarfélaga FFSÍ og SSÍ sem munu kveða upp úr með samþykkt eða sinjun samningsins, en atkvæðagreiðsla mun standa til 8. ágúst.

Nýtt viðmiðunarverð 2. mars 2016

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. mars 2016 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum áslægðum þorski og karfa um 5 %. Einnig var ákveðið að hækka viðmiðunarverð á slægðum og óslægðum ufsa um 2,2 %. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra […]

Orlofsleiga í íbúðum á Akureyri og bústöðum FS í sumar

Opnað verður fyrir útleigu í sumarhúsum félagsins á Laugarvatni, Hraunborgum í Grímsnesi og í Úlfstaðaskógi, ásamt íbúðum á Akureyri þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 12:00 (á hádegi). Um umsóknir gildir að fyrstur kemur fyrstur fær. Á sumarorlofstíma er eingöngu um vikuleigu að ræða, frá föstudegi til föstudags.

Skiptaprósenta hækkar vegna lækkunar olíuverðs

Reykjavík  26.01. 2016 Viðmiðunarverð gasolíu var 21.12.2015 til og með 20.01.2016 286,45 leiðir af sér hækkun á skiptaprósentu á afla seldum til vinnslu innanlands úr 70 í 72 %   Skiptaverðmætishlutfall einstaka mánuði árið 2016 Innan- Frystur botnfiskur Fryst rækja Loðnu/kolm. Siglt erl. Gámafiskur Olíuviðm. 2016 lands: fob: cif: fob: cif: landað erl. af brúttó […]

Listi uppstillinganefndar Félags skipstjórnarmanna til stjórnarkjörs 2016

Formaður: Árni Bjarnason Kópavogi. Ritari: Birgir sigurjónsson Reykjavík. Björn Ármannsson Höfn Hornafirði. Friðrik Höskuldsson Álftanesi. Guðjón Guðjónsson Skagaströnd. Varaform: Guðlaugur Jónsson Kópavogi. Magnús Harðarson Kópavogi. Páll Halldórsson Hnífsdal. Vignir Traustason Akureyri. Varamenn:Gunnar Gunnarsson Reykjavík. Jón Frímann Eiríksson Grundarfirði. Sigurður Þórarinnsson Stykkishólmi. Sigþór H.Guðnason Grenivík.

Verkfall skipstjórnarmanna á kaupskipum – komi til þess

Skipstjórnarmenn á kaupskipum! Ef til verkfalls skipstjórnarmanna á kaupskipum kemur, mánudaginn 1. febrúar kl. 24:00 og einhver vafi í ykkar huga um framkvæmd verkfallsins þá hafið samband við Ægi í síma 897-9093. Upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti um borð í öll skip og á öll fyrirliggjandi netföng ykkar. Góða helgi. Ægir Steinn Sveinþórsson

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur