Í dag eru 100 ár frá stofnun Stýrimannafélags Íslands, félagið var stofnað þann 19.febrúar árið 1919 um borð í Gullfossi. Árið 1997 voru Stýrimannafélag Íslands og Skipstjórafélag Íslands sameinuð í Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands. Árið 2000 voru Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands, Skipstjóra og stýrimannafélagið Kári í Hafnarfirði og Skipstjóra og stýrimannafélagið Hafþór á Akranesi sameinuð […]
Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næsta sumar í sumarhús félagsins þann 1.mars kl. 12.00
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4. febrúar 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 4% Óslægður þorskur helst óbreyttur Slægð ýsa helst óbreytt Óslægð ýsa helst óbreytt Karfi hækkar um 2% Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla […]
Opnað verður fyrir umsóknir um orlofsíbúðir og sumarhús félagsins þann 1.febrúar kl. 12.00
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 7. janúar 2019, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 6,6% Óslægður þorskur hækkar um 3,4% Slægð ýsa hækkar um 3% Óslægð ýsa hækkar um 3% Karfi hækkar um 6,6% Ufsi hækkar um 4,2% […]
Árni Sverrisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins frá 1.janúar. Árni hefur unnið hjá félaginu síðan í 1.júlí 2017, hann tók við starfi Ægis heitins. Hann kom frá Vátryggingafélagi Íslands þar sem hann sá um sjó- og farmtryggingar í níu ár, þar áður var hann framkvæmdastjóri Scanmar á Íslandi í fjögur ár. Árni var háseti […]
Á félagsfundi þann 28.desember síðastliðinn færði Árni Bjarnason Guðjóni Ármanni blómvönd og áletraðan platta þar sem honum er þakkað ómetanlegt framlag hans til hagsmunamála sjómanna í 25 ár. Guðjón Ármann var framkvæmdastjóri Öldunnar frá 1993 og framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna frá stofnun félagsins árið 2004.
Þann 27.desember var haldinn félagsfundur á Akureyri. 14 manns voru á fundinum þar sem formaður lýsti sínu viðhorfi til stöðu mála er varða hagsmuni stéttarinnar. Líflegar umræður sköpuðust um málefni skipstjórnarmanna tengd siglinum og sjávarútvegi. Daginn eftir var haldinn fundur á Grand Hótel í Reykjavík. Þar mættu tæplega 50 félagsmenn þar sem farið var yfir […]
Ekki hef ég í annan tíma frá því ég hóf störf fyrir samtök skipstjórnarmanna orðið var við jafn almenna óánægju meðal sjómannastéttarinnar eins og horfa má uppá, um þessar mundir hvað varðar aðstæður í sjávarútveginum. Skelfilega margir sjómenn og starfsfólk í sjávarútvegi upplifa atvinnumissi og enn fleiri í algjöra óvissu um framtíðina og engu líkara […]










