Kæru sjómenn Óskum ykkur, fjölskyldum, vinum og vandamönnum gleðilegs sjómannadags. Bestu kveðjur frá starfsfólki Félags skipstjórnarmanna
Aðallfundur FS verður haldinn kl.14.00 þann 30. júní á Grand Hótel í Gallerí, sal á jarðhæð Venjuleg aðalfundarstörf Léttar veitingar Félagar fjölmennið Stjórnin
Nú liggur fyrir að stjórn SFS hefur samþykkt að skipstjórnarmenn njóti 300 þúsund kr.eingreiðslu með sama hætti og aðrar stéttir fiskimanna og samningurinn í heild samþættur með samningum SSI og VM. Þeir félagsmenn sem ekki hafa nú þegar fengið eingreiðsluna, eru beðnir um að láta okkur hjá FS vita, dragist það úr hófi.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4. maí 2017 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á slægðum og óslægðum ufsa um 1,3 % og karfa um 3 %. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 4. maí 2017.
Það nýjasta í málinu er að á fundi með framkvæmdastjóra og lögfræðingi SFS þann 4. apríl var farið yfir þessi mál og mér tjáð að á stjórnarfundi SFS þann 19. apríl yrði tekin ákvörðun varðandi þessa þætti. Nú þegar hafa ákveðnar útgerðir greitt sínum skipstjórnarmönnum umrædda eingreiðslu. Samningstími í kjarasamningi skipstjórnarmanna er ári skemmri en […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. mars 2017 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á slægðum og óslægðum þorski, ásamt karfa um 5%. Einnig var ákveðið að hækka viðmiðunarverðið á slægðum og óslægðum ufsa um 1,8%.Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til […]
Opnað verður fyrir sumarleigu (vikuleigu) þann 1. mars 2017. Í gildi er reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Nokkuð hefur borið á því að félagsmenn eiga í erfiðleikum með að komast inn til að geta skoðað þá kjarasamninga sem finna má á síðunni. Þeim sem lenda í brasi er bennt á að hringja á skrifstofuna til að fá aðstoð. Ætlunin er í framhaldinu að setja saman leiðbeiningar til að senda mönnum í tölvupósti
Góðan daginn Opnað verður fyrir leigu á orlofsíbúðum/sumarhúsum FS vegna Pásakanna þann 20. janúar 2017. Leigutímabil er frá 12. til 17. apríl og telst vika. Í gildi er reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 4. janúar 2017 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á eftirfarandi tegundum: Slægður þorskur lækkar um 10 % Óslægður þorskur lækkar um 7 % Slægð ýsa lækkar um 5 % Óslægð ýsa lækkar um 10 % Karfi lækkar um 7 […]