Fundur um djúpkarfa

Síðastliðinn föstudag var fundur um djúpkarfa á skrifstofu félagsins, fundurinn var einnig fjarfundur. Á fundinn komu frá Hafrannsóknastofnun fiskifræðingurinn Kristján Kristinsson sem hefur að sérsviði karfa, og tölfræðingurinn Bjarki Þór Elvarsson. Á fundinn mættu nokkrir skipstjórar sem hafa áralanga reynslu af veiðum á meðal annars grálúðu, gulllaxi og djúpkarfa. Það hefur lengi verið skoðun okkar […]

Af vettvangi dagsins frá formanni.

Það hefur ekki viðrað vel til veiða eða siglinga undanfarið, þær koma á færibandi lægðirnar með mikinn vindstyrk sem veldur því að skipstjórnarmenn þurfa svo sannarlega að spá í hvar eða hvort skal halda til veiða eða hvernig sigla. Mismiklar frátafir eru frá veiðum og öðrum störfum sem sjómenn sinna. Við sjómenn vitum hvað við […]

Viðmiðunarverð í gildi frá 5. febrúar 2025

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. febrúar 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 3,0% Ósl. þorskur hækkar um 1,0% Sl. ýsa hækkar um 8,7% Ósl. ýsa hækkar um 8,7% Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á […]

Skrifað undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

Skrifað var undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hjá Sáttasemjara í gær. Samningurinn er fyrir hafnsögumenn og skipstjóra, hann er til fjögurra ára með gildistíma frá 1.apríl 2024 til 31.mars 2028. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst að loknum kynningarfundi á mánudag. Á myndinni eru þau Bjarni Ómar Haraldsson og Margrét Sigurðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga […]

Nýr félagavefur

Við höfum nú tekið í notkun nýjan og glæsilegan félagavef (sjá hér), þar sem hægt er að bóka orlofseignir, sækja um styrki og kaupa ferðaávísanir á einfaldan og þægilegan hátt. Nýi vefurinn er með töluvert meiri sjálfvirkni en sá gamli. Afbókun með 7 daga eða lengri fyrirvara: 100% endurgreiðsla af leiguverði. Afbókun með skemmri en 7 […]

Nýtt sumarhús í Skorradal

Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á glæsilegu sumarhúsi í Skorradal í landi Vatnsenda. Um er að ræða einstaklega fallegt hús við Skorradalsvatn með stórkostlegu útsýni. Húsið er tæpir 90 m2, með 10 m2 gestahúsi með wc. Við fáum húsið afhent í febrúar. Við munum birta hér og á heimasíðu félagsins hvenær húsið fer í leigu. […]

Viðmiðunarverð í gildi frá 6. janúar 2025

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 6. janúar 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 8,0% Ósl. þorskur hækkar um 8,0% Sl. ýsa hækkar um 11,1% Ósl. ýsa hækkar um 11,1% Karfi helst óbreyttur Ufsi helst óbreyttur Þetta á […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur