Viðræður um endurnýjun kjarasamnings Félags skipstjórnarmanna og SFS fara nú fram hjá Ríkissáttasemjara. Félag skipstjórnarmanna og Sjómannasamband Íslands funda saman. Haldnir hafa verið tveir fundir hjá Ríkissáttasemjara þar sem samningsmarkmið hafa verið skýrð. Stefnt er að því að ljúka viðræðum um endurnýjun kjarasamnings fyrir lok maí. Næsti samningafundur er boðaður föstudaginn 9. apríl næstkomandi.
Á dögunum færðum við Birgi Sigurjónssyni skipstjóra blómvönd og kveðjugjöf í tilefni þess að hann var að hætta sem umsjónarmaður íbúða félagsins. Birgir var ráðinn umsjónarmaður árið 2007, hann hefur sinnt því mikilvæga starfi með sóma auk þess sem hann tók að sér smærri viðhaldsverkefni á íbúðum og sumarhúsum félagsins. Við þökkum Birgi kærlega fyrir […]
Fundur Nordisk Navigatörkongress var haldinn 26 janúar síðastliðinn og var fundinum streymt vegna Covid – 19. Nánari upplýsingar um samtökin og síðasta fund má sjá hér:
Félag skipstjórnarmanna lýsir yfir mikilli ánægju með tillögu til þingsáætlunar að skipa starfshóp sem gerir úttekt á hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og tillögur að úrbótum sbr. 151 löggjafarþing 2020 – 2021. Ekki er seinna vænna en að huga að þessu málefni og gera úttekt á verndun skipa og […]
Sótt er um orlofsíbúðir og sumarbústaði á orlofsvef félagsins https://orlof.is/fs/ Opnað verður fyrir umsóknir sem hér segir: 24. febrúar verður opnað fyrir umsóknir í Ægisból fyrir tímabilið 25.febrúar til 27.maí. 1. mars verður opnað fyrir umsóknir um sumardvöl frá 1. júní til 31. ágúst 1. maí verður opnað fyrir tímabilið 1. september til 31. desember […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. febrúar 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur lækkar um 3,0% Óslægður þorskur lækkar um 2,0% Slægð ýsa hækkar um 3,0% Óslægð ýsa hækkar um 2,0% Slægður og óslægður ufsi lækkar um 4,3% Karfi […]
Sótt er um orlofsíbúðir og sumarbústaði á orlofsvef félagsins https://orlof.is/fs/ Opnað verður fyrir umsóknir sem hér segir: 1. febrúar verður opnað fyrir umsóknir um Páskahátíðina 1. mars verður opnað fyrir umsóknir um sumardvöl frá 1. júní til 31. ágúst 1. maí verður opnað fyrir tímabilið 1. september til 31. desember 1. september verður opnað fyrir […]
FS sendi fyrirspurn fyrir áramót til Samgöngustofu varðandi þjónustubáta sjókvíaeldis hér við land, fjölda, þjóðerni, stærð, vélarafl og lámarksmönnun. Samkvæmt svari Samgöngustofu, eru 9 skip á íslenskri skipaskrá, stærð á bilinu 10,1 m. – 14,84 m. með vélarafl frá 162 hö. til 484 hö. Lágmarksmönnun er miðað við útivist <14 klst. Norsk skip í fiskeldi […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. janúar 2021, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 1,0% Óslægður þorskur hækkar um 2,0% Slægð ýsa lækkar um 3,2% Óslægð ýsa helst óbreytt Slægður og óslægður ufsi hækkar um 3,7% Karfi hækkar […]