Nýjar Covid leiðbeiningar fyrir öll skip

Sælir félagar,

Á fundi núna rétt fyrir hádegi voru samþykktar eftirfarandi leiðbeiningar fyrir öll skip.

27. janúar 2022

Leiðbeiningar fyrir skip þar sem skipverji greinist með COVID-19
Líta skal á skip sem dvalarstað skipverja/áhafnar í skilningi reglugerðar nr. 38/2022 um sóttkví og
einangrun.
Greinist skipverji jákvæður á hraðprófi fyrir COVID-19 um borð í skipi skal skipstjóri setja
viðkomandi strax í einangrun. Ekki er heimilt að flytja hann á milli klefa á meðan á einangrun
stendur, hann skal vera í sér klefa með aðgengi að snyrtingu og sturtu sem öðrum er ekki heimilt
að nota á meðan, sjá nánari lýsingu varðandi fullnægjandi aðstöðu til einangrunar undir lið 10).
Sjá nánar í Fiskiskip – Leiðbeiningar um smitgát vegna Covid-19 og viðbrögð ef grunur er um smit
um borð (4. útgáfa, 23.08.2021).
1. Skipstjóri hefur samband við stjórnstöð Landhelgisgæslu (LHG) og útgerð/útgerðarstjóra.
2. Í samráði við LHG skal hafa samband við starfsmann almannavarna sem hefur svo
samband við heilsugæslu/umdæmislækni sóttvarna á svæðinu til að tryggja tengingu
skipstjóra/skipverja við viðeigandi aðila innan heilbrigðisþjónustunnar sem fyrst.
3. Umdæmislæknir/heilsugæsla hefur samband við skipstjóra.
4. Umdæmislæknir/heilsugæsla hefur samband við skipverja og metur heilsufarslegt ástand
skipverja út frá viðtali í gegnum síma. Þetta er trúnaðarsamtal (tryggja þarf skipverja
næði) og tekur læknir ákvörðun í kjölfarið um hvort einangrun um borð sé valin eða hvort
halda skal strax til hafnar. Einangrun um borð á aðeins við þegar mönnun telst nægileg og
aðrir áhafnarmeðlimir geta tekið við starfi viðkomandi skipverja.
5. Umdæmislæknir/heilsugæsla hefur samband við skipstjóra og lætur vita hvort samþykki
sé fyrir einangrun um borð eða hvort halda skal strax til hafnar.
6. Forsenda fyrir einangrun um borð eru að smitaður skipverji
a. sé einkennalaus eða einkennalítill
b. hafi fengið þrjá skammta bóluefnis (á við um skipverja sem hafa þegar fengið boð í
bólusetningu með 3. skammti) eða hafi fyrri sögu um COVID-19 sýkingu auk
tveggja skammta bóluefnis.
7. Fylgjast skal vel með smituðum skipverja sem er um borð og samráð haft við
umdæmislækni/heilsugæslu. Tryggja þarf að smitaður skipverji fái símaviðtal við lækni
a.m.k. einu sinni á sólarhring til að fylgjast með þróun einkenna og halda skal strax til
hafnar ef einkenni versna.
8. Ákjósanlegast er að allir áhafnarmeðlimir hafi fengið þrjá skammta bóluefnis eða hafi fyrri
sögu um COVID-19 sýkingu auk tveggja skammta bóluefnis.
9. Skipverji getur lokið einangrun á sjó en æskilegt er að halda til hafnar eins fljótt og auðið
er. Lengd einangrunar tekur mið af gildandi leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda hverju sinni.
Sé haldið til hafnar áður en einangrun lýkur skal skipverji fara frá borði og í einangrun í
landi skv. gildandi reglugerð um einangrun og gera LHG viðvart.
10. Aðstaða til einangrunar er fullnægjandi:
Klefi með aðgengi að snyrtingu og sturtu sem öðrum er ekki heimilt að nota á meðan.
Skipstjóri skal tilgreina einn úr áhöfn sem hefur leyfi til að umgangast þann sem er í
einangrun og færa honum mat og aðrar nauðsynjar. Sami aðili skal sjá um hann allan
tímann á meðan hann er í einangrun. Sá aðili skal klæðast viðeigandi hlífðarbúnaði (einnota
hanskar, FFP2 eða FFP3 grímur (veirugrímur), plastsvuntur). Öðrum er óheimilt að
umgangast hann.
Allan búnað sem viðkomandi einstaklingur þarf á að halda í einangrun skal ekki blanda
saman við annan búnað áhafnar. Ávallt skal nota einnota matarstell og setja að notkun
lokinni í lokaðan poka inn í klefa. Matarstell, búnaður og föt skulu þvegin sér og skal sá sem
tekur við því klæðast hlífðarbúnaði (einnota hönskum, FFP2 eða FFP3 grímum
(veirugrímur) og plastsvuntu) sem má fara í lokaðan poka að notkun lokinni og í almennt
sorp. Fatnað og áhöld má þvo með heitu vatni og sápu að notkun lokinni.
11. Áhöfn er í smitgát/sóttkví um borð einum degi lengur en einangrun varir samkvæmt
reglugerð nr. 60/2022 og er skimuð með hraðprófi á minnst 48 tíma fresti. Undanþága er
veitt frá PCR prófi í lok sóttkvíar/smitgátar fyrir áhöfn, enda hafi hraðpróf verið neikvæð.

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur