Félag skipstjórnarmanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Category Archives: Fréttir
Breyting á fiskverði Á fundi úrskurðarnefndar 1. júní sl. var ákveðið að hækka verð á ufsa um 5%, önnur verð eru óbreytt.
Vantar skipstjóra og styrimann á norskan línubát frá 4. júlí. Upplýsingar gefur Knut Henriksen í síma 004795761609 eða e- mail knut@tromsoy.no
Umsóknir Frestur til að skila inn umsóknum um orlofshús sumarið 2012 hefur verið lengdur til 15. apríl.
Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna 29. febrúar 2012 var ákveðið að lækka verð um 7% á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Verð á slægðri og óslægðri ýsu var lækkað um 5%. Þá var verð slægðum og óslægðum ufsa hækkað um 6%. Verð þetta gildir […]
Skilafrestur framboðslista vegna stjórnarkjörs 2012 rann út 31.janúar. Útdráttur úr lögum félagsins. III. Kafli. Stjórn félagsins – skipan – framboð – kosning. Uppstillinganefnd – kjörstjórn. 16.gr. Stjórn félagsins skal skipuð níu mönnum, formanni, varaformanni, ritara og sex meðstjórnendum. Við stjórnarkjör skal ennfremur kjósa fjóra varamenn. Kjörtímabil stjórnar er 4 ár. Stjórnin skal kosin með listakosningu […]
Ályktanir frá félagsfundi Félags Skipstjórnarmanna þann 30. desember. 2010 Félagsfundur FS haldinn þann 30. des. gerir þá skýlausu kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að þriðju þyrlunni verði bætt við flugflota Landhelgisgæslunnar. Greinargerð: Við þær aðstæður sem nú ríkja eru skipstjórnarmenn settir í þá óásættanlegu stöðu að geta ekki lengur stólað á aðstoð […]
Kjaramál Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldin 23. nóvember 2012 lýsir áhyggjum af stöðu samningamála milli sjómanna og Landsambands Íslenskra Útvegsmanna, ekki síst með tilliti til fullyrðinga stjórnvalda um að nýálögð veiðigjöld eigi ekki að hafa áhrif á launakjör sjómanna, en útvegsmenn telja að sjómenn skuli taka þátt í þessum nýju álögum stjórnvalda á útgerð […]
Á fundi Úrskurðarnefndar mánudaginn 3. desember var ákveðið að verð á karfa í beinum viðskiptum hækkaði um 9 % og gildir það frá og með 3.des. . Verð á þorski, ýsu og ufsa óbreytt.
Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna 5. janúar 2012 var ákveðið að lækka verð um 3% á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Verð á slægðri og óslægðri ýsu var hækkað um 3%. Þá var verð á karfa hækkað um 5%. Verð þetta gildir frá og […]