Í gær 19. ágúst fór fram árlegt golfmót FS, á Urriðavelli, Golfklúbbnum Oddi, keppendur voru 32. Fyrsta holl var ræst út kl. 08.03, í köldu veðri, sól og logni, þegar líða tók á morguninn hlýnaði og gerði smá golu. Menn höfðu á orði að Urriðavöllur væri fallegasti golfvöllur landsins, vel hirtur og til fyrirmyndar. Tilgangur mótsins er að félagsmenn og gestir þeirra hafi gaman saman og etji kappi í bróðerni.
Golfkapteinn ársins 2024 er Jóhannes Þór Sigurðsson hafnsögumaður í Reykjanesbæ.
Úrslit flokki skipstjórnarmanna:
- sæti Jóhannes Þór Sigurðsson 32 punktar.
- sæti Ólafur Pétur Pétursson 30 punktar.
- sæti Eiríkur Jónsson 28 punktar.
Úrslit í flokki gesta:
- sæti Helga Guðmundsdóttir 34 punktar.
- sæti Elliði Aðalsteinsson 32 punktar.
- sæti Garðar Þormar Pálsson 31 punktar.
Við óskum vinningshöfum til hamingju, þökkum góða þáttöku og skemmtilega samveru.