Nú liggur fyrir niðurstaða í skoðanakönnun meðal skipstjórnarmanna á fiskiskipum þar sem boðið var upp á þrjá valkosti til að komast að því til hvers vilji manna stendur varðandi framhald kjaraviðræðna við SFS.
Valkostir voru eftirfarandi:Nr. 1. Óbreytt ástand, þ.e. samningar lausir áfram. Nr. 2. Semja um hækkun kauptryggingar, launaliða og hugsanlega um nokkara aðra liði sem greint var frá í könnuninni. Nr. 3. Undirbúa verkfallsaðgerðir.
Niðurstöður voru eftirfarandi. Félag skipstjórnarmanna: þátttaka 54 %……………………………………………Vakostur Nr. 1. 19,2 % Nr. 2. 35,2 % Nr. 3. 45,6 %
Vísir félag skipstjórnarmanna á suðurnesjum: Þátttaka 52 %………………………………………….. Valkostur Nr. 1. 7,5 % Nr. 2. 50 % Nr. 3. 40,0 %. ógildir 2,5 %
Verðandi félag skipstjórarmanna í Vestmannaeyjum: þátttaka 54 %……………………………………………Valkostur Nr. 1.16,2 % Nr. 2. 35.2 % Nr. 3. 37,8 %. auðir seðlar 10,8 %
Óhætt er að segja að engin afgerandi niðurstaða hafi komið út úr þessari könnun.