Athygli félagsmanna er vakin á því að það er með öllu óheimilt að nota orlofshús og íbúðir félagsins sem stað til að vera í sóttkví. Sjá leiðbeiningar frá Landlækni til almennings varðandi sóttkví.
Það að nýta orlofshús og íbúðir sem sóttkví stofnar umsjónarmönnum húsanna og þeim sem koma í næstu útleigu í hættu.
Þá er einnig óheimilt með öllu að nota orlofshús félagsins fyrir einangrun.
Ef félagsmaður eða gestir hans veikjast á meðan dvöl í orlofshúsi eða íbúð félagsins stendur yfir, er nauðsynlegt að láta umsjónarmann eða skrifstofu félagsins vita strax til að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.