Ljósmyndakeppni VÍKINGS

Ljósmyndakeppni sjómanna, á vegum Sjómannablaðsins Víkings, er nú í fullum gangi en lokafrestur til að skila inn myndum er 2. desember nk.

Sjómenn eru þegar farnir að senda inn myndir og bindum við vonir um mjög góða þátttöku.  Allir sjómenn eru gjaldgengir í keppnina sem og þeir sjómenn sem komnir eru á eftirlaun.

Við höfum ekki haft flóknar reglur í keppninni en ekki má breyta myndum á þann hátt að skeyta saman tveimur eða fleiri myndum.  Litaleiðréttingar, kroppun og réttingar eru leyfðar. Viðfangsefnið má vera hvað sem er og er ekki bundið við að myndirnar hafi verið teknar úti á sjó. 

Myndirnar þurfa ekki að hafa verið teknar á þessu ári heldur er hægt að fara í ljósmyndasafnið sitt.  Eitt skilyrði er þó sett að myndin má ekki áður hafa tekið þátt í þessari keppni.  Hver ljósmyndari má senda inn allt að 15 ljósmyndum. 

Veitt verða verðlaun fyrir myndir í fyrstu þremur sætunum en auk þeirra eru valdar 12 aðrar myndir sem síðan taka þátt í keppni meðal sjómanna á Norðurlöndum.  Sú keppni fer fram í byrjun febrúar 2019.

Myndir skulu sendar á netfangið iceship@heimsnet.is.  Stafrænar myndir þarf að senda inn í mestu upplausn sem möguleg er en allar myndir eru engu að síður gjaldgengar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur