Kynningarfundur vegna kjarasamnings skipstjórnarmanna og vélstjóra á bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu

FS. Félag skipstjórnarmanna og VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna stóðu að sameiginlegum kynningarfundi vegna nýs kjarasamning skipstjórnarmanna og vélstjóra á bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu í gær, miðvikudaginn 27. júní 2018, en skrifað var undir samning við samtök atvinnulífsins vegna þessara starfa fimmtudaginn 21. júní 2018.
Góð mæting var á fundinn og urðu miklar umræður um samninginn. Allir voru sammála um að jákvætt skref hafi verið stigið með því að fá loksins kjarasamning um þessi störf. Starfsmenn félaganna sem komu að gerð samningsins og formenn félaganna voru spurðir spjörunum úr um innihald samningsins. Það er ávallt gott að eiga uppbyggilegt samtal við félagsmenn og ekki er hægt að segja annað en að fundurinn í gær hafi verið upplýsandi fyrir alla aðila.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur