Í gær kom Guðlaugur Gíslason fyrrum framkvæmdastjóri Stýrimannafélags Íslands færandi hendi með möppu sem inniheldur lista yfir 7 ljósmyndamöppur. Þau eru mörg dagsverkin sem Guðlaugur hefur unnið við skráningu ljósmynda sem teknar voru í framkvæmdastjóratíð hans við hin ýmsu tilefni. Rúmlega 600 ljósmyndum kom hann fyrir á til varðveislu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Myndirnar voru í eigu Stýrimannafélags Íslands þegar það var sameinað Skipstjórafélagi Íslands. Einnig eru myndir teknar á stofnfundi Skipstjóra- og stýrimannafélags Íslands (SKSÍ) 31.maí 1997. Félagið þakkar Guðlaugi kærlega fyrir samantekt og skráningu þessara merkilegu heimilda og hvetur jafnframt áhugasama til að skoða myndirnar á Ljósmyndasafninu Tryggvagötu 15, 6.hæð. Þess má jafnframt geta að á Borgarskjalasafni Reykjavíkur á Tryggvagötu 15, eru varðveittar fundargerðarbækur Stýrimannafélagsins ofl.