Á fundi úrskurðarnefndar í dag 30.apríl var eftifarandi ákveðið. Verð á slægðum og óslægðum þorski óbreytt, slægðri og óslægðri ýsu óbreytt, verð á ufsa óbreytt og verð á karfa lækkar um 7%. Ákvörðunin gildir frá 1.maí 2014.
Félag skiptjórnarmanna óskar félagsmönnum sínum og öðrum sjómönnum till hamingju með daginn. Munum að sjómannadagurinn er hátíðisdagur okkar allra.
Vegna forfalla er laus vikan frá 25. júlí í Laugabóli. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Að gefnu tilefni. Hér neðar á síðunni er Laugaból auglýst laust til umsóknar frá 25. júlí. Það leigðist til þess sem fyrstur kom og fékk.
Stjórn Farmanna-og fiskimannasambands Íslands mótmælir harðlega áformum ríkstjórnarinnar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi þar sem til stendur að afnema í áföngum greiðslur ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða og svíkja þar með, án nokkurra raka, það þríhliða samkomulag sem gengið var frá árið 2005 milli þáverndi ríkistjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Forsvarmenn lifeyrissjóðanna telja auðsætt að þessi […]
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands lýsir áhyggjum sínum af því ófremdarástandi sem Landhelgisgæslunni er ætlað að búa við. Málum er nú svo komið að einungis er eitt varðskip í rekstri hverju sinni og úthald þess eina skips takmarkað vegna óraunhæfs sparnaðar í olíunotkun skipsins. Síðustu atvik þegar tvö skip stranda við austifirði með skömmu millibili sýna […]
Um kjaramál fiskimanna Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands Íslands haldin dagana 27.og 28. nóvember 2014, ályktar að kröfur LÍÚ (SFS) um kjaraskerðingu á hendur sjómönnum séu óverjandi og í algjörri mótsögn við einstaklega góða rekstrarafkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Ráðstefnan mótmælir margra ára gamalli kröfugerð sem er ekki neinu samræmi við afkomu greinarinnar og ennfremur því að opinber álagningarstefna […]
Þingið var haldið að Grand Hótel Reykjavík dagana 28. og 29. nóvember. Ályktanir þingsins. Um verðmyndun sjávarafla 46. þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, haldið dagana 28. og 29. nóvember 2013, skorar á hlutaeigandi yfirvöld að beita sér með öllum ráðum fyrir því að sjávarafli á Íslandi verði verðlagður í gegnum fiskmarkað eða afurðaverðstengdur. Jafnframt […]
Óslægður þorskur hækkar um 5 % Karfi um 5% ufsi um 2% Annað óbreytt.