Á fundi Úrskurðararnefndar í dag 3. febrúar var verð á slægðum og óslægðum þorski í beinum viðskiptum milli skyldra aðila hækkað um 5 % og verð á slægðri og óslægðri ýsu hækkað um 10 %. Annað óbreytt. Verðið gildir frá og með 3. febrúar.
Á fundi úrskurðarnefndar sem haldinn var mánudaginn 6. janúar var tekin ákvörðun um að verð á slægðum þorski hækkað um 5 %. Annað óbreytt.
Opnað verður fyrir umsóknir um orlofsleigu bústaða og íbúða á Akureyri og Stykkishólmi um páskana 2014 á mánudaginn 10. febrúar kl. 12:00 (ef tæknin svíkur ekki). Leigutímabil er frá kl. 17:00 á miðvikudegi fyrir Skírdag til annars í páskum. Um úthlutun gildir að fyrstur kemur fyrstur fær. Opnað verður fyrir umsóknir um orlofsleigu bústaða og […]
Ábending til fiskimanna innan FS Verðlagstofa skiptaverðs hefur í framhaldi af skoðun á starfsemi fiskmarkaða beint þeim tilmælum til stéttarfélaga sjómanna að þau veki athygli félagsmanna á verulegri aukningu á í svokallaðri „beinni sölu á markaði“, þar sem útgerðir dragi uppboðskostnað frá heildarverðmæti afla áður en skipt er, en það er klárlega óheimilt samkv. kjarasamningi, […]
Á fundi úrskurðarnefndar í dag 30.apríl var eftifarandi ákveðið. Verð á slægðum og óslægðum þorski óbreytt, slægðri og óslægðri ýsu óbreytt, verð á ufsa óbreytt og verð á karfa lækkar um 7%. Ákvörðunin gildir frá 1.maí 2014.
Félag skiptjórnarmanna óskar félagsmönnum sínum og öðrum sjómönnum till hamingju með daginn. Munum að sjómannadagurinn er hátíðisdagur okkar allra.
Vegna forfalla er laus vikan frá 25. júlí í Laugabóli. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Að gefnu tilefni. Hér neðar á síðunni er Laugaból auglýst laust til umsóknar frá 25. júlí. Það leigðist til þess sem fyrstur kom og fékk.
Stjórn Farmanna-og fiskimannasambands Íslands mótmælir harðlega áformum ríkstjórnarinnar í nýframkomnu fjárlagafrumvarpi þar sem til stendur að afnema í áföngum greiðslur ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða og svíkja þar með, án nokkurra raka, það þríhliða samkomulag sem gengið var frá árið 2005 milli þáverndi ríkistjórnar og aðila vinnumarkaðarins. Forsvarmenn lifeyrissjóðanna telja auðsætt að þessi […]
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands lýsir áhyggjum sínum af því ófremdarástandi sem Landhelgisgæslunni er ætlað að búa við. Málum er nú svo komið að einungis er eitt varðskip í rekstri hverju sinni og úthald þess eina skips takmarkað vegna óraunhæfs sparnaðar í olíunotkun skipsins. Síðustu atvik þegar tvö skip stranda við austifirði með skömmu millibili sýna […]