Sælir félagar. Í dag þann 20. janúar verða póstlögð bréf til allra virkra félaga sem starfa á fiskiskipaflotanum. Tilgangurinn er sá að kanna viðhorf ykkar til þeirrar stöðu sem uppi er varðandi kjarasamninga fiskimanna. Sú afstaða sem fram kemur frá ykkur mun hafa mikil áhrif á hvernig félagið beitir sér í framhaldinu í kjaraviðræðunum. Komin […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 5. janúar 2016 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á óslægðri ýsu um 5% og jafnframt að lækka karfa um 5%. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 5. janúar 2016.
Ágætu félagar og fjölskyldur, óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Starfsfólk FS.
Á fundi úrskurðarnefndar 2. desember 2015 voru engar breytingar gerðar á fiskverði.
Til þingfulltrúa Dagskrá 47. þings FFSI. Haldið dagana 26. og 27. nóvember að Grand Hótel Reykjavík. Salur. Háteigur A 4. Hæð. Fimmtudagurinn 26. nóvember. Kl. 09:45 Afhending þingskjala Kl. 10:00 Setning Árni Bjarnason forseti FFSÍ […]
Skrifstofa FS verður lokuð fimmtudag 26. og föstudag 27. nóvember vegna þings Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Á fundi Úrskurðarnefndar þann 3.11. 2015 voru ákveðnar eftirfarandi breytingar á verði á fiski í beinum viðskiptum milli skyldra aðila. Þorskur slægður og óslægður – 4 %. Ýsa slægð og óslægð – 8 % og karfi – 3 %.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FFSÍ, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2015 var ákveðið að lækka viðmiðunarverð skv. kjarasamningum á slægðum og óslægðum þorski um 5%. Einnig var ákveðið að lækkaviðmiðunarverð á slægðri og óslægðri ýsu um 5%. Þetta á við afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 2. október 2015.
Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 29. maí að Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn fer fram að Hátegi B sal á 4. hæð og hefst kl. 14.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn fjölmennið Léttar veitingar Stjórnin