Category Archives: Fréttir

Viðmiðunarverð í gildi frá 2. júní 2023.

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. júní 2023, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa lækkar um 7,9% Ósl. ýsa lækkar um 7,9% Karfi helst óbreyttur Ufsi hækkar um 4,0% Þetta á við […]

Uppstillingarnefnd

Samkvæmt 12. grein laga félagsins, ber að kjósa fimm manna uppstillingarnefnd á aðalfundi þess árs sem næst er kosningaári. Sjá nánar hlutverk uppstillingarnefndar í lögum félagsins hér Allir fullgildir félagsmenn geta gefið kost á sér í nefndina Óskað er eftir tilnefningum í nefndina, áhugasamir sendi tölvupóst á skipstjorn@skipstjorn.is  eða hafi samband við undirritaðann. Árni Sverrisson, formaður […]

Ráðstefna um eld í rafhlöðum í skipum

Þriðjudaginn 23. maí næstkomandi munum við á Samgöngustofu halda ráðstefnu um hættu, afleiðingar og viðbrögð við rafmagnseldum um borð í skipum. Undirbúningurinn hefur verið í samvinnu við m.a. Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), Eimskip, DNV, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið Vestmanneyja, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslu Íslands, Smyril Line og fjölda annarra aðila á Íslandi. Kveikjan að ráðstefnunni eru áskoranir […]

Aðalfundur Félags skipstjórnarmanna 2. júní 2022

Aðalfundur Félags Skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 2. júní 2023 á Grand Hótel í Hvammi, 1.hæð  Kl. 14:00. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á næst liðnu ári. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram og bornir undir atkvæði. 3. Kosin uppstillinganefnd sbr. 12. grein. 5. Kjör fulltrúa félagsins í stjórnir ráð og […]

Viðmiðunarverð í gildi frá 3. maí 2023

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. maí  2023, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa helst óbreytt Ósl. ýsa helst óbreytt Karfi hækkar um 2,0% Ufsi helst óbreyttur Þetta á við afla sem […]

Skipstjórnarmenn LHG, Hafró og í Ferðaþjónustu samþykkja kjarasamninga.

Þrír kjarasamningar skipstjórnarmanna voru undirritaðir þann 18. apríl síðastliðinn, þeir fóru í framhaldinu í atkvæðagreiðslu sem lauk í síðustu viku.  Samningarnir voru allir samþykktir.   Hjá Landhelgisgæslunni voru 29 á kjörskrá, 22 svör bárust eða 75,86% kjörsókn.  Já sögðu 19 eða 86,36%,  nei sögðu 3 eða 13,64%.  Samningurinn gildir til 31. mars 2024. Hjá Hafrannsóknastofnun […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur