Mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi mánudaginn 31. ágúst í blíðskapar veðri. Í fyrsta skipti frá upphafi kom sigurvegairnn úr röðum eiginkvenna félagsmanna. Þau Ólöf Baldursdóttir og Ragnar Ólafsson áttu bæði frábæran dag og enduðu á 40 punktum. Ólöf reyndist hafa leikið aðeins betur á seinni níu holunum og stóð því uppi sem sigurvegari. […]
Category Archives: Fréttir
Á fundi nefndarinnar sem haldinn var miðvikudaginn 2. september voru ákveðnar eftirfarandi breytingar á fiskverði í beinum viðskiptum milli skyldra aðila. Stægður þorskur óbreytt. Óslægður þorskur lækkar um 7 %. Ýsa slægð og óslægð lækkar um 10 %. Ufsi slægður og óslægður hækkar um 8,6 % og karfaverð óbreytt. Ofangreind verð taka gildi frá deginum […]
Um gerð kjarasamninga fiskimanna 47. Þing FFSí, krefst þess að sett verði í lög um stjórn fiskveiða ákvæði um að lögaðili fái ekki úthlutað aflaheimildum nema að fyrir liggi gildandi kjarasamningur milli aðila Greinagerð: Samningar sjómanna hafa verið lausir síðan 1. Jan 2011, og það er óboðlegt að hægt sé að halda stéttarfélögum í gíslingu […]
Fundur verður haldinn miðvikudaginn 30. desember að Hátegi A sal á 4. hæð Grand Hótels Reykjavík kl: 14:00. Farið yfir stöðu kjaramála Léttar veitingar Félagsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin.
Skipstjórnarmenn í Félagi skipstjórnarmanna Fundur verður haldinn að Bryggjunni, Strandgötu 49 Akureyri kl. 13:00 þriðjudaginn þann 29. desember. Farið yfir stöðu kjaramála Léttar veitingar Félagsmenn hvattir til að mæta Stjórnin
Á fundi úrskurðarnenfdar var ákveðin 7 % hækkun á karfa og 5 % hækkun á óslægðum þorski. Annað óbreytt.
Á fundi Úrskurðarnefndar þann 2. desember var óslægður þorskur hækkaður um 10 % annað óbreytt
Félagsfundur FS verður haldinn kl.13.30 þann 29. desember á Strikinu 4. hæð Skipagötu 14. Léttar veitingar. Árni Bjarnason formaður FS fer yfir stöðu mála. Félagsmenn fjölmennið. Félagsfundur FS verður haldinn þann 30. des. kl. 14:00 að Hátegi 4. hæð Grand hótel Reykjavík Léttar veitingar Hvað er framundan ? Félagsmenn fjölmennið.
Ágætu félagsmenn. Óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á því ári sem brátt fer í hönd. Starfsfólk FS
Golfmót FS fór fram á Keilisvelli í gær fimmtudaginn 11. september. Golfkapteinn ársins var sá sami og í fyrra, Axel Ágústsson. Í öðru sæti var Birgir Kjartansson og Eiríkur Jónsson í því þriðja. Völlurinn var frábær, en töluverður vindur gerði mönnum erfiðara fyrir. Þátttakendur voru ánægðir með skemmtilega samveru þótt skorið hefði mátt vera betra.