Category Archives: Fréttir

Nýtt viðmiðunarverð 3. nóvember 2020

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. nóvember 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur helst óbreyttur Óslægður þorskur hækkar um 8,0% Slægð ýsa lækkar um 2,6% Óslægð ýsa lækkar um 5,3% Slægður og óslægður ufsi hækkar um 4,0% Karfi helst óbreyttur […]

Mál skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 komið í viðeigandi ferli

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum. Stéttarfélögin ítreka að nauðsynlegt er að […]

Stéttarfélög skipverja taka höndum saman

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í morgun um    sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum. Stéttarfélögin telja þessa framgöngu vítaverða og hafa ákveðið bæði að kæra málið til lögreglu og krefjast þess að fram fari sjópróf. […]

Nýtt viðmiðunarverð 2. október

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 12,0% Óslægður þorskur hækkar um 12,0% Slægð ýsa hækkar um 3,5%   Verð á óslægðri ýsu, karfa, slægðum og óslægðum ufsa haldast óbreytt. Þetta á […]

Slysavarnarskóli sjómanna – ný námskeið.

Slysavarnaskóli sjómanna vekur athygli á að skólinn hefur tekið við verndarfulltrúanámskeiðum fyrir skip (SSO), útgerðir (CSO) og hafnaraðstöðu (PFSO) af Samgöngustofu og Tækniskólanum. Næstu námskeið verða sem hér segir: Verndarfulltrúi skips 28. til 29. október Verndarfulltrúi útgerðar 28. til 30. október Verndarfulltrúi hafnaraðstöðu 3. til 6. nóvember Skráningar eru í síma 562-4884 og á netfangið […]

Alþjóða siglingadagurinn 24.9.2020

Í tilefni af alþjóða siglingadeginum í ár, hefur sjálfbærni í flutningum á sjó verið valið þema ársins 2020 og er þar vísað í markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og skuldbindingu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO og aðildarríka til að ná þeim markmiðum innan 10 ára. Aðgerðirnar miða að því að uppræta fátækt og að sjálfbær þróun verði […]

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur