Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. nóvember 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur helst óbreyttur Óslægður þorskur hækkar um 8,0% Slægð ýsa lækkar um 2,6% Óslægð ýsa lækkar um 5,3% Slægður og óslægður ufsi hækkar um 4,0% Karfi helst óbreyttur […]
Category Archives: Fréttir
Leiðbeiningar varðandi smitgát um borð í fiskiskipum hafa verið uppfærðar og sendar til allra útgerða innan SFS Hér er hægt að nálgast uppfærðar leiðbeiningar
Kæru félagsmenn og aðrir, við þurfum öll að vanda okkur til að vinna bug á Covid. Við biðjum ykkur um að hafa samband við okkur á skrifstofunni í gegnum síma eða tölvupóst og minnum á að nota “Mínar síður” til umsókna um styrki og sjúkradagpeninga. Með bestu kveðju, Starfsfólk FS
Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum. Stéttarfélögin ítreka að nauðsynlegt er að […]
Ljósmyndakeppni sjómanna á vegum Sjómannablaðsins Víkings er í fullum gangi. Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir. Myndir eiga að vera í hæstu mögulegri upplausn. Myndefnið á að tengjast umhverfi sjómannsins hvort heldur er um borð í skipum, frá landi hvort heldur er í vinnu eða frítíma. Með hverri mynd á að fylgja […]
Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í morgun um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum. Stéttarfélögin telja þessa framgöngu vítaverða og hafa ákveðið bæði að kæra málið til lögreglu og krefjast þess að fram fari sjópróf. […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. október 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Slægður þorskur hækkar um 12,0% Óslægður þorskur hækkar um 12,0% Slægð ýsa hækkar um 3,5% Verð á óslægðri ýsu, karfa, slægðum og óslægðum ufsa haldast óbreytt. Þetta á […]
Slysavarnaskóli sjómanna vekur athygli á að skólinn hefur tekið við verndarfulltrúanámskeiðum fyrir skip (SSO), útgerðir (CSO) og hafnaraðstöðu (PFSO) af Samgöngustofu og Tækniskólanum. Næstu námskeið verða sem hér segir: Verndarfulltrúi skips 28. til 29. október Verndarfulltrúi útgerðar 28. til 30. október Verndarfulltrúi hafnaraðstöðu 3. til 6. nóvember Skráningar eru í síma 562-4884 og á netfangið […]
Í tilefni af alþjóða siglingadeginum í ár, hefur sjálfbærni í flutningum á sjó verið valið þema ársins 2020 og er þar vísað í markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og skuldbindingu Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO og aðildarríka til að ná þeim markmiðum innan 10 ára. Aðgerðirnar miða að því að uppræta fátækt og að sjálfbær þróun verði […]