Stjórnvöld leituðu til Félags skipstjórnarmanna og annarra stéttarfélaga með að lána íbúðir til íbúa Grindavíkur og hefur félagið boðið fram fjórar íbúðir af fimm í Reykjavík. Haft hefur verið samband við þá félagsmenn sem höfðu tekið umræddar íbúðir á leigu með ósk um að þeir falli frá leigunni í ljósi stöðunnar. Undantekningarlaust brugðust félagsmenn vel við og eru Grindvíkingar um þessar mundir að fara inn í íbúðirnar.
Við vonum að félagsmenn sýni þessari aðgerð skilning, en flest stéttarfélög og önnur félagasamtök hafa ákveðið að gera slíkt hið sama til að aðstoða íbúa Grindavíkur eins og frekast er unnt.