Á auka aðalfundi Félags skipstjórnarmanna þann 30. desember síðastliðinn lét Árni Bjarnason af formennsku í félaginu. Árna Bjarnason þarf vart að kynna, hann er þjóðþekktur af störfum sínum fyrir skipstjórnarmenn, auk þess sem hann var stýrimaður og skipstjóri um árabil. Árni gegndi formennsku í Skipstjóra og stýrimannafélagi Norðlendinga frá 1996, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands […]
Author Archives: Árni Sverrisson
Félagsfundur verður haldinn á morgun miðvikudag 28. desember kl. 14:00 á veitingastaðnum Strikinu, norðursal á 5. hæð að Skipagötu 14 á Akureyri. Léttar veitingar, félagar fjölmennið. Auglýsing birtist í Víking, en því miður virðist hann ekki hafa skilað sér til félagsmanna, væntanlega vegna ófærðar. Árni Bjarnason,
Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Auka aðalfundur Félags skipstjórnarmanna verður haldinn föstudaginn 30. desember 2022 á Grand Hótel í Hvammi, 1.hæð Kl. 14:00. Dagskrá Kosning fundarstjóra og ritara. Kjaramál. Menntamál. Kjöri formanns lýst. Önnur mál. ATH. Fundurinn verður einnig fjarfundur, félagsmenn munu fá upplýsingar í tölvupósti.
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 2. desember 2022, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur helst óbreyttur Ósl. þorskur helst óbreyttur Sl. ýsa lækkar helst óbreytt Ósl. ýsa lækkar um -5,0% Karfi hækkar um 2% Ufsi hækkar um 1% Þetta á […]
Kæru félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna, Það verður kaffispjall á skrifstofunni Grensásvegi 13, föstudaginn 25. nóvember, frá kl. 10 til 12. Við hvetjum ykkur til að líta við, hitta félagana, spjalla og fá ykkur kaffi og kleinur. Stjórnin,
Árni Sverrisson framkvæmdastjóri Félags skipstjórnarmanna hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns. Hann tilkynnti Uppstillingarnefnd ákvörðun sína á fundi nefndarinnar sl. mánudag. Framboðsfrestur er til og með 5 desember næstkomandi, sjá nánar í frétt á heimasíðu
Formaður félagsins Árni Bjarnason lætur af störfum, nýr formaður kosinn. Formaður félagsins Árni Bjarnason hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður félagsins frá og með næstu áramótum 2022/2023. Stjórnin hefur því ákveðið að boða til auka aðalfundar þar sem kynntur verður nýr formaður í félaginu. Fundurinn verður haldinn þann 30. desember 2022. Formannskosningarnar verða […]
Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna (SSÍ, FS, VM) og útvegsmanna (SFS, LS), sem haldinn var 3. nóvember 2022, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjarasamningum á eftirfarandi hátt: Sl. þorskur hækkar um 3,5% Ósl. þorskur hækkar um 3,5% Sl. ýsa lækkar um -3,5% Ósl. ýsa lækkar um -7,0% Karfi hækkar um 3% Ufsi helst óbreyttur 0 […]