Aðför ríkisstjórnarinnar að lífeyrissjóðunum mótmælt

Sjóðfélagar almennu lífeyrissjóðanna rændir af stjórnvöldum
Spyrja má hvort þingmenn séu ekki a.m.k. siðferðilega vanhæfir til að standa að lögum sem skerða lífeyri sjóðfélaga í almennum lífeyrissjóðum meðan þeir sjálfir nóta óskertra verðtryggðra lífeyrisréttinda í sínum verndaða lífeyrissjóði.

Stjórn Gildis mótmælir skattlagningu.

14.12.2011. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til breytinga á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir greiði í ríkissjóð sérstakt gjald á árunum 2012 og 2013 sem nemur 0,0814% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Stjórn Gildis hefur sent fjármálaráðherra mótmæli vegna þessarar fyrirhuguðu skattlagningar.
Í bréfi stjórnar Gildis kemur fram að slík skattlagning hafi bein áhrif á réttindi sjóðfélaga í sjóðnum. Hjá Gildi mun þessi skattur nema um 200 milljónum króna á þessu ári sem svarar til um 2,5% af lífeyrisgreiðslum ársins 2011.

Þá vekur stjórn sjóðsins athygli á því að þetta eykur enn það óréttlæti sem er á milli réttinda sjóðfélaga í almennu lífeyrissjóðunum annars vegar og sjóðfélaga í opinberu sjóðunum hins vegar þar sem skattlagning þessi mun aðeins hafa áhrif á réttindi þeirra fyrrnefndu. Er það í hróplegu ósamræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um jöfnun lífeyrisréttinda á almennum markaði og hjá opinberum starfsmönnum.

Í greinargerð kemur jafnframt fram að frumvarpið sé samið í fjármálaráðuneytinu að höfðu samráði við Landssamtök lífeyrissjóða, Fjármálaeftirlitið og velferðarráðuneytið. Í því sambandi er rétt að taka fram að Landssamtök lífeyrissjóða mótmæltu því eindregið í öllum samskiptum við fjármálaráðuneytið vegna þessa frumvarps að umræddur skattur yrði lagður á lífeyrissjóðina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur