Afrit af bréfi sem sent var fréttastjóra RUV og útvarpsstjóra

Höfundur Jónas Þór Birgirsson Lyfsali Ísafirði
Afrit af bréfi sem sent var til fréttastjóra RÚV og útvarpsstjóra

Ef ég er ósáttur við vinnubrögð frétta- eða dagskrárgerðarmanna hjá Stöð 2, Morgunblaðinu, BB eða öðrum einkareknum miðlum þá kaupi ég bara ekki þjónustu þeirra. Þar með eru vinnubrögðin sem mér finnst svo slök a.m.k. ekki unnin á beinum launum frá mér. Um starfsmenn Ríkistútvarpsins eða RÚV gildir annað því þar eru allir frétta- og dagskrárgerðarmenn á launum hjá mér og öðrum sem greiða hið s.k. útvarpsgjald hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta gerir það að verkum að mér finnst ég eiga heimtingu á vandaðri vinnubrögðum hjá þessu fólki. Í þessu samhengi fer alveg sérstaklega fyrir brjóstið á mér þegar þetta ágæta starfsfólk leyfir stjórnmálamönnum að komast upp með að halda einhverju fram sem er svo augljóslega rangt, án þess að gera við það neinar athugasemdir. Svona frammistaða ætti frekar við um fjölmiðlafulltrúa eða aðstoðarmenn ráðherra og við skattgreiðendur borgum öðru fólki laun fyrir þau störf. Ég vil nú tr! úa því að þessir starfsmenn séu vel meinandi fólk og því stafi þetta frekar af þekkingar- eða undirbúningsleysi og með þessum skrifum vil ég hvetja þá til dáða. Til að útskýra betur hvað ég á við þá ætla ég hér að nefna dæmi:

Í viðtali fyrir nokkru síðan sagði Steingrímur J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra að það væri hreinlega rangt að skattar væru mjög háir á Íslandi. Þannig væri skattprósentan ekkert hærri hér en á hinum Norðurlöndunum nema vissulega virðisaukaskatturinn og fréttamaðurinn þakkaði bara fyrir. Nú er ég ekki atvinnufréttamaður en eftir að hafa fylgst með Steingrími í all nokkur ár þá var þetta svar mjög fyrirsjáanlegt og því auðvelt að undirbúa sig fyrir það. Þessi ágæti fréttamaður hefði nú í fyrsta lagi alveg mátt spyrja Steingrím um það til hvaða talna hann væri að vitna og svo vera búinn að kynna sér tölurnar sjálfur. Í Danmörku, sem er gjarnan nefnt það land þar sem skattar eru hæstir, þá eru skattar samsettir úr margs konar þáttum og ! nokkuð flóknir en þar er hins vegar þak við 51,5% af launum. Á Íslandi er hæsta þrepið 46,21% en við það þarf svo að bæta 4% framlagi launþegans í lífeyrissjóð sem er hluti af skattgreiðslum í Danmörku. Það er hins vegar ekki allt og sumt því að hluti af skattinum í Danmörku er s.k. AM-gjald sem á Íslandi kallast tryggingagjald og greiðist þar af starfsmanninum en ekki af vinnuveitandanum eins og á Íslandi. Hér er rétt að taka fram að mér fannst þetta svo lygilegt að ég sendi fyrirspurn til embættis Ríkisskattstjóra til að fá þetta staðfest. Þetta þýðir að ef við ætlum að bera skattana á Íslandi saman við skattana í Danmörku þá er raunverulegur tekjuskattur á Íslandi í hæsta þrepi 46,21% + 4% í lífeyrissjóð + 7,79% eða 8,44% í tryggingagjald eftir því hvort starfsmaðurinn er landverkamaður eða sjómaður. Þetta gerir þar með 58% hjá landverkafólki en 58,65% hjá sjómönnum. Það hefði verið afar fróðlegt að heyra svar ráðherrans! við þessum tölum en ég tel einmitt vera meginhlutverk áðurnefndra starfsmanna RÚV að fræða og upplýsa þjóð sína sem jú borgar þeim laun. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna því góð spurning hjá fréttamanninum hefði líka verið hvort ekki væri hæpið að bera þessi skattkerfi saman þar sem í Danmörku má draga frá skattstofni kostnað við að koma sér í og úr vinnu ef um er að ræða vegalengd umfram ákveðin mörk. Þetta er atriði sem gæti nú t.d. skipt verulegu máli fyrir íbúa í fjölkjarna bæjarfélagi eins og Ísafjarðarbæ. Í Danmörku eru barnabætur heldur ekki tekjutengdar á meðan hér á landi koma 3%, 5% eða 7% af heildartekjum hjóna umfram 300.000 á mánuði til frádráttar eftir því hvort börnin eru 1, 2 eða fleiri. (Sambærilegar reglur gilda um einstæða foreldra en tölurnar eru aðrar). Í Danmörku koma líka öll vaxtagjöld umfram vaxtatekjur til lækkunar á skattstofni á meðan hér á landi eru vaxtabætur sem reiknast eingöngu af húsnæðisskuldum, verða aldrei hærri en 7% af eftirstö! ðvum húsnæðisskulda, eru bundnar ákveðnu hámarki og eru svo tekjutengd ar með 8% frádrætti af heildartekjum. Þannig geta skattar með beinum og óbeinum hætti hjá landverkahjónum sem eru kannski búin að borga af húsnæði sínu í nokkur ár og eiga fjögur ósjálfráða börn orðið allt að 58% + 7% + 8% eða samtals 73% en takmarkast við 51,5% í Danmörku eins og áður segir.

Annað dæmi sem mig langar að nefna er sjómannaafslátturinn sem ráðherrar og þingmenn hafa tjáð sig um í viðtölum við fréttamenn. Sjómannaafsláttinn eru núverandi stjórnvöld búin að lækka verulega og ætla að afnema að fullu enda „sé óeðlilegt að ein stétt njóti sérkjara hvað skatta varðar“. Hér kemur smávegis fræðsla um þessi mál fyrir þingmenn, ráðherra og frétta- og dagskrárgerðarmenn RÚV. Sjómenn og aðrir launamenn (þ.m.t. ráðherrar, þingmenn, frétta- og dagskrárgerðarmenn RÚV) eiga rétt á því að vinnuveitandi þeirra sjái þeim fyrir gistingu og fæði ef þeir þurfa að dvelja fjarri heimili sínu, nú eða greiði þeim dagpeninga til þess að mæta þessum kostnaði. Nú e! r það þannig með sjómenn að þeir fá vissulega fría gistingu um borð í viðkomandi skipi á meðan á veiðiferðinni stendur. Þá er það maturinn en til ákveðinnar einföldunar getum við sagt að útgerðin leggi til hluta af matnum með þeim fiski sem sjómennirnir veiða á sínum vinnutíma og borða um borð en fyrir annan mat borga sjómennirnir sjálfir að fullu. Til að mæta þessum kostnaði fá sjómenn dagpeninga frá útgerðinni (sem í tilfelli sjómanna kallast reyndar fæðispeningar en eru nákvæmlega það sama og dagpeningar hjá öðrum) sem þó nemur eðlilega lægri upphæð en dagpeningar hjá öðrum því að útgerðin leggur til hluta af matnum eins og áður segir og greiðir þar að auki laun þess sem eldar. Af þessum dagpeningum greiða sjómenn hins vegar fullan skatt, ólíkt öllum öðrum starfsstéttum á Íslandi! Sjómenn fá svo 740 kr á dag í sjómannaafslátt í stað skattaafsláttar af dagpeningum en þingmenn og ráðherrar sem fengju fría gistingu fá 4482 kr á dag í skattaafslátt af dagpeningum sínum. Af þ! essum tölum draga þingmenn, ráðherrar og fréttamenn RÚV þá athyglisver ðu ályktun að 740 kr sjómannaafsláttinn skuli afnema hið fyrsta en 4482 kr skattaafsláttur ofangreindra aðila sé mjög eðlilegur!

Í fylgiskjölum með frumvarpinu til niðurfellingar á sjómannaafslættinum er reyndar líka beitt þeim rökstuðningi að laun sjómanna hafi hækkað svo og svo mikið umfram laun annarra frá árinu 2006 og til ársins 2010. Til fróðleiks fyrir fréttamenn og aðra þá er það nú þannig að árið 2006 var gengi krónunnar a.m.k. nálægt sögulegu hámarki og breyttist sáralítið fram að hruninu haustið 2008 þegar það varð a.m.k. nálægt sögulegu lágmarki. Frá hruni og að ársbyrjun 2010 breyttist gengið líka sáralítið og hélst því áfram a.m.k. nálægt sögulegu lágmarki. Ef farið er fjögur ár aftur í tímann frá árinu 2006 þ.e.a.s. 2002-2006 hafði krónan hins vegar styrkst stöðugt. Nú er það þannig að laun afar margra sjómanna eru mjög háð gengi krónunnar og þess vegna hafa þau vissulega hækkað mikið frá hruninu en góðir fréttamenn hefðu nú farið lengra aftur í tí! mann og þá komist að því að á árunum 2002-2006 þá styrktist krónan um í kringum 35% með tilheyrandi áhrifum til lækkunar á launum sjómanna. Á þessu sama tímabili hækkuðu laun a.m.k. flestra annarra landsmanna hins vegar mjög verulega sem sjá má af því að launavísitalan hækkaði um 33,4% frá ársbyrjun 2002 til ársloka 2006.

Það er því ótrúlega ómerkilegur málflutningur að velja nákvæmlega það fjögurra ára tímabil sem nær yfir breytingar á gengi krónunar frá hámarki og niður að lágmarki og kemur því verst út í samanburði fyrir sjómenn. Þetta er eitthvað sem hefði verið alveg tilvalið hjá metnaðargjörnum! alvöru fréttamanni að benda á.

Jónas Þór Birgisson, l yfsali, Lyfju Ísafirði.

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur