Félaginu barst fyrirspurn um hvort vitað væri um skipstjórnarmann til að taka að sér þetta verkefni. Þar sem þetta skemmtilegt verkefni í flóruna er þetta birt hér. Það skal tekið fram að félagið á ekki kjarasamning um skipstjórn á víkingaskipum, en aðstoð við gerð ráðningarsamnings fæst hjá félaginu.
Skipstjóri óskast á víkingaskip
Óskum eftir skipstjóra til að sigla farþegum á víkingaskipi um Sundin við Reykjavík í sumar.
Reykjavík Viking Adventure gerir út víkingaskipið Véstein sem er 12 metra langskip smíðað samkvæmt upprunalegri hönnun víkinga. Skipið tekur 12-18 farþega og í áhöfn er einn leiðsögumaður auk skiptastjóra. Siglt verður frá 15. júlí til 15. september 2015.
Skipstjóri sinnir eftirfarandi verkefnum:
• Sigla skipinu samkvæmt siglingaráætlun
• Stýra siglingunum og tryggja góð samskipti við hafnaryfirvöld
• Sjá til þess að öryggiskröfum farþega sé mætt
Helstu eiginleikar sem skipstjórinn þarf að hafa til að bera eru:
• ábyrgðarkennd og áreiðanleiki
• góð samskiptahæfni
• lausnarmiðaður hugsunarháttur
Skipstjórnarpróf er skilyrði og reynsla af farþegasiglunum er kostur.
Áhugasamir sendi fyrirspurn / umsóknarbréf á netfangið reykjavikvikingadventure@gmail.com fyrir 20. júlí nk. Uppl. í síma 898-4989.