Skipstjóri á víkingaskip óskast

Félaginu barst fyrirspurn um hvort vitað væri um skipstjórnarmann til að taka að sér þetta verkefni. Þar sem þetta skemmtilegt verkefni í flóruna er þetta birt hér. Það skal tekið fram að félagið á ekki kjarasamning um skipstjórn á víkingaskipum, en aðstoð við gerð ráðningarsamnings fæst hjá félaginu.

Skipstjóri óskast á víkingaskip

Óskum eftir skipstjóra til að sigla farþegum á víkingaskipi um Sundin við Reykjavík í sumar.

Reykjavík Viking Adventure gerir út víkingaskipið Véstein sem er 12 metra langskip smíðað samkvæmt upprunalegri hönnun víkinga. Skipið tekur 12-18 farþega og í áhöfn er einn leiðsögumaður auk skiptastjóra. Siglt verður frá 15. júlí til 15. september 2015.

Skipstjóri sinnir eftirfarandi verkefnum:

•          Sigla skipinu samkvæmt siglingaráætlun

•          Stýra siglingunum og tryggja góð samskipti við hafnaryfirvöld

•          Sjá til þess að öryggiskröfum farþega sé mætt

Helstu eiginleikar sem skipstjórinn þarf að hafa til að bera eru:

•          ábyrgðarkennd og áreiðanleiki

•          góð samskiptahæfni

•          lausnarmiðaður hugsunarháttur

Skipstjórnarpróf er skilyrði og reynsla af farþegasiglunum er kostur.

Áhugasamir sendi fyrirspurn / umsóknarbréf á netfangið reykjavikvikingadventure@gmail.com fyrir 20. júlí nk. Uppl. í síma 898-4989.

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur