Mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi mánudaginn 31. ágúst í blíðskapar veðri.
Í fyrsta skipti frá upphafi kom sigurvegairnn úr röðum eiginkvenna félagsmanna. Þau Ólöf Baldursdóttir og Ragnar Ólafsson áttu bæði frábæran dag og enduðu á 40 punktum. Ólöf reyndist hafa leikið aðeins betur á seinni níu holunum og stóð því uppi sem sigurvegari. Ragnar þar af leiðandi í öðru sæti. Haraldur Árnason og Bjarni Sveinsson voru báðir á 32 punktum en Haraldur náði þriðja sæti af sömu ástæðum og áður var lýst.
Hamingjuóskir til sigurvegarans sem með þessum árangri er fyrsta konan til að bera titilinn GOLFKAPTEINN ÁRSINS.