Tilkynning vegna orlofsíbúða félagsins.
Eins og fram kom í frétt á heimasíðu félagsins þann 30. nóvember sl., sjá hér voru íbúðir félagsins lánaðar fjölskyldum frá Grindavík.
Mikil óvissa ríkir enn í Grindavík og erum við ennþá með fjórar íbúðir af fimm í fastri útleigu til Grindvíkinga. Við vonum að félagsmenn haldi áfram að sýna þessari aðgerð skilning. Íbúðirnar verða í útleigu fram yfir páska og vonumst við til þess að geta sett íbúðirnar aftur í útleigu til félagsmanna fimmtudaginn 4. apríl 2024 og stefnum við að því að opna fyrir umsóknir í íbúðirnar í Reykjavík þann 21. mars 2024. Hægt er að panta hótel gistingu á orlofsvefnum undir ferðaávísun, þar er að finna ýmiskonar tilboð á gistingu til okkar félagsmanna.
Hér fyrir neðan eru dagsetningar sem gott er að hafa í huga varðandi orlofsíbúðir og sumarhús:
Þann 1. febrúar 2024 – verður opnað fyrir umsóknir um páskaleigu ath. orlofsíbúðir í Reykjavík verða ekki í boði.
Þann 1. mars 2024 – verður opnað fyrir umsóknir um sumardvöl á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst, athugið að vikuleiga er aðeins í boði á þessu tímabili (leigjendur geta farið inn í orlofseignir á föstudegi klukkan 16:00 og út á föstudegi klukkan 12:00), ath. orlofsíbúðir í Reykjavík verða ekki í boði.
Þann 21. mars – verður opnað fyrir umsóknir í orlofsíbúðir í Reykjavík til 31. ágúst.
Þann 2. maí 2024 – verður opnað fyrir umsóknir fyrir tímabilið 1. september – 31. desember.
Takk fyrir skilninginn