Alþjóðasiglingamálastofnuninn IMO hefur ákveðið að 18. maí verði héðan í frá tileinkaður KONUM í SIGLINGUM og SJÁVARÚTVEGI
- maí eru í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur nú á miðvikudag
https://www.imo.org/en/MediaCentre/PressBriefings/pages/A32WomenInMaritimeDay2021.aspx
Það er hvergi meiri kynjamunur í atvinnugreinum en í siglingum -en aðeins um 1% sjómanna eru konur. Það horfir þó nokkuð til bóta því heldur fleiri stelpur sækja nú nám í skipstjórn og vélstjórn, auk annarra siglinga – og sjávarútvegstengdra greina. Til þess að vekja athygli á þeirri stöðu þarf að vekja athygli á möguleikunum sem felast í sjósókn og sjávarútvegi ekki hvað síst með því að draga fram sterkar fyrirmyndir. Þá hefur á undaförnum árum orðið til sterkt tengslanet kvenna í siglingum og sjávarútvegi þar sem konur hittast, miðla af þekkingu sinni og kynnast þeim fjölbreyttu nýjungum sem einkenna greinarnar, m.a. fullnýting þess sem áður var úrgangur en er nú nýtt í heilsu-, matvæla- og snyrtivörur.
Árið 2019 var í starfsemi IMO helgað konum í siglingum. Hérlendis var af því tilefni haldin góð ráðstefna síðla það ár með fjölda innlendra og erlendra fyrirlesara.
Við höfum í frá árslokum 2019 haft þá áherslu að leitast við að fjölga konum í siglingum. Það hefur borið ákveðin árangur sem sést vel í 200 mílum, Fiskifréttum að þar eru ávallt viðtöl við konur ( sem áður kom varla fyrir) og útgerðir vekja sérstaka athygli á því ef eru konur í áhöfn.– En það er langt í land. Á síðasta ári kom td. út skýrslan „Samgöngur og jafnrétti- Stöðugreining“ eins konar grænbók í jafnréttismálum samgangna sem leiddi margt áhugavert í ljós