100 ár frá stofnun Stýrimannafélags Íslands

Í dag eru 100 ár frá stofnun Stýrimannafélags Íslands, félagið var stofnað þann 19.febrúar árið 1919 um borð í Gullfossi.

Árið 1997 voru Stýrimannafélag Íslands og Skipstjórafélag Íslands sameinuð í Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands.

Árið 2000 voru  Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands, Skipstjóra og stýrimannafélagið Kári í Hafnarfirði og Skipstjóra og stýrimannafélagið Hafþór á Akranesi sameinuð í Félag íslenskra skipstjórnarmanna.

Árið 2004 var Félag skipstjórnarmanna stofnað, en þá sameinuðust Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan stofnuð 1893, Félag íslenskra skipstjórnarmanna (stofnuð 2000, 1919) og Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga stofnað 1918,

Áhugasömum um sögu þessara félaga er bent á Borgarskjalasafn Reykjavíkur þar sem gögn þessara félaga eru varðveitt.

Til gamans er meðfylgjandi mynd úr fundargerðarbók Stýrimannafélags Íslands, þar má sjá brot úr fyrstu fundargerð félagsins.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur