Í dag eru 100 ár frá stofnun Stýrimannafélags Íslands, félagið var stofnað þann 19.febrúar árið 1919 um borð í Gullfossi.
Árið 1997 voru Stýrimannafélag Íslands og Skipstjórafélag Íslands sameinuð í Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands.
Árið 2000 voru Skipstjóra og stýrimannafélag Íslands, Skipstjóra og stýrimannafélagið Kári í Hafnarfirði og Skipstjóra og stýrimannafélagið Hafþór á Akranesi sameinuð í Félag íslenskra skipstjórnarmanna.
Árið 2004 var Félag skipstjórnarmanna stofnað, en þá sameinuðust Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan stofnuð 1893, Félag íslenskra skipstjórnarmanna (stofnuð 2000, 1919) og Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga stofnað 1918,
Áhugasömum um sögu þessara félaga er bent á Borgarskjalasafn Reykjavíkur þar sem gögn þessara félaga eru varðveitt.
Til gamans er meðfylgjandi mynd úr fundargerðarbók Stýrimannafélags Íslands, þar má sjá brot úr fyrstu fundargerð félagsins.