Yfirlýsing frá stjórn Félags skipstjórnarmanna

Yfirlýsing frá stjórn Félags skipstjórnarmanna

Á stjórnarfundi í félaginu sem haldinn var föstudaginn 27.nóvember var eftirfarandi samþykkt af meirihluta stjórnar vegna fjölmiðlaumræðu um mál Júlíusar Geirmundssonar.

*   Stjórnin leggur ekki mat á hið fordæmalausa mál sem gerðist um borð í Júlíusi Geirmundssyni og bíður niðurstöðu frá þar til bærum yfirvöldum.  Öllum má vera ljóst að það geisar heimsfaraldur sem enginn okkar hefur áður upplifað.

*   Stjórnin leggur mikla áherslu á að það sem felst í kæru, er eingöngu beiðni um rannsókn á máli eða tiltekinni háttsemi.  Með því að kæra málið og fara fram á sjópróf var aðeins eitt markmið, það var að fá fram sannleikann í málinu.

*   Stjórnin harmar misskilning og rangtúlkanir í fjölmiðlum og samskiptamiðlum sem hafa átt sér stað í málinu.  Stjórn og starfsmenn félagsins eiga enga aðkomu að umfjöllun um málið í fjölmiðlum nema viðtal við formann félagsins um gildi skipsdagbókar og gjörbreyttar aðstæður hvað varðar vald skipstjóra sem hefur skv. 49.gr. sjómannalaga æðsta vald um borð í skipi sínu.  Raunin er önnur í dag, útgerðarmaður og skipstjóri eru í stöðugu sambandi varðandi stjórn og veiðar.

*   Í upphafi málsins var haft samband við þá þrjá skipstjórnarmenn sem voru í umræddri veiðiferð á Júlíusi Geirmundssyni og þeim boðin öll aðstoð sem félagið gat veitt, þar á meðal lögfræðiaðstoð.

*   Félag skipstjórnarmanna stóð að því ásamt Sjómannasambandi Íslands, Sjómannafélagi Íslands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og VM-félagi vélstjóra og málmtæknimanna að kæra málið til lögreglu og krefjast þess að fram fari sjópróf í þeim tilgangi að fá fram sannleikann í málinu.

*    Stjórn FS hefur orðið vör við mikla óánægju skipstjórnarmanna vegna yfirlýsinga fulltrúa annarra stéttarfélaga og einstakra lögfræðinga í kjölfar sjóréttar í máli Júlíusar Geirmundssonar. FS getur ekki borið ábyrgð á ummælum annara.

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur