Vísir – sameinast hugsanlega Félagi skipstjórnarmanna

Á aðalfundi í Vísi – Félagi skipstjórnarmanna á suðurnesjum sem haldinn var þann 29. desember sl. var samþykkt tillaga frá formanni félagsins Jóhannesi Jóhannessyni um að óska eftir að sameinast Félagi skipstjórnarmanna. Formaður og stjórn Vísis áttu í framhaldinu samtöl  við formann FS Árna Sverrisson, sem kynnti málið í stjórn félagsins, sem samþykkti sameininguna með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

Félagsmenn í Vísi hafa fengið kynningarbréf um málið frá formanni Vísis og mun rafræn atkvæðagreiðsla fara fram dagana 10. mars til 24. mars nk.  Samþykki félagsmenn í Vísi tillöguna, mun hún verða lögð fyrir aðalfund í Félagi skipstjórnarmanna sem haldinn verður að venju föstudaginn fyrir sjómannadag þann 30. maí nk.

Það hefur alltaf verið náin og góð samvinna á milli félaganna, segja má að þetta sé eðlileg þróun sem hófst með stofnun Félags skipstjórnarmanna árið 2004, en þá sameinuðust mörg félög skipstjórnarmanna í eitt félag.

Verði af sameiningunni, munu félagsmenn Vísis verða félagsmenn í Félagi skipstjórnarmanna frá og með Sjómannadeginum þann 1. júní nk.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur