6. Janúar 2011 Úrskurðarnefnd: Karfi hækkar um 5%, ufsi lækkar um 5% Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á karfa, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. Jafnframt var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum ufsa, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. Verð þetta gildir frá og með deginum í dag, 6. janúar 2011.