Það nýjasta í málinu er að á fundi með framkvæmdastjóra og lögfræðingi SFS þann 4. apríl var farið yfir þessi mál og mér tjáð að á stjórnarfundi SFS þann 19. apríl yrði tekin ákvörðun varðandi þessa þætti. Nú þegar hafa ákveðnar útgerðir greitt sínum skipstjórnarmönnum umrædda eingreiðslu. Samningstími í kjarasamningi skipstjórnarmanna er ári skemmri en hjá öðrum stéttum sjómanna og mun sá tími væntanlega verða lengdur til samræmis við samninga annara, svo fremi sem jákvæð niðurstað verði á fyrrnefndum stjórnarfundi SFS.
Mikið hefur verið hringt í undirritaðan og spurt hver staðan sé hvað varðar þá vinnu að klára samræmingu á kjarasamningi okkar gagnvart samningum undirmanna og vélstjóra. Í drögum af samræmdum kjarasamningi sem við fengum frá SFS var ekki gert ráð fyrir þeirri 300 þúsun króna eingreiðlsu sem tíunduð er í kjarasamningi undirmanna og vélstjóra. Óskað var eftir athugasemdum af okkar hálfu við fyrrnefnd drög og þær voru eftirfarandi af okkar hálfu. Í samningi VM stendur að útgerð greiði sem nemur 0,5 % af kauptryggingu í svokallað endurmenntunargjald. Við óskum eftir hliðstæðu ákvæði í okkar samningi. Í öðru lagi förum við fram á að skipstjórar á frystitogurum sem eru á makrílveiðum séu á sömu kjörum og skipstjórar á uppsjávarvinnsluskipum þar sem verið er að gera nákvæmlega sama hlutinn í báðum tilfellum. Þ.e.a.s. 2 !/4 hlut. Að lokum er gerð krafa um að skipstjórnarmenn fái greidda eingreiðsluna sem um getið er í samningum annara stétta fiskimanna. Af þessu tilefni var lögfræðingi SFS sendur eftirfarandi tölvupóstur:
Sæll
Á meðan verkfallið varði voru undirmenn á verkfallsbótum sem nam kauptryggingu. Vélstjórar nutu á verkfallstímanum blöndu af kauptryggingu frá SFS verkfallsbótum frá VM og verkbannsbótum frá VM. Skipstjórnarmenn voru ekki í verkfalli en allt of margir þeirra án nokkurra launa allt verkfallið vegna mismunandi túlkana útgerða sem voru jafnmismunandi og útgerðinar eru margar. Við nánari skoðun má því segja að verið sé að verðlauna þá sem voru í verkfalli á kostnað skipstjórnarmanna. Nú hringja menn hér umvörpum og krefjast þess að aftur verði kosið um samninginn þar sem um allt annan samning sé að ræða. Þar benda menn helst á eingreiðsluna og á þau rök sem ég hef tíundað. Það verður í það minsta að færa rök sem standast fyrir því að skipstjórnarmenn séu afgreiddir með öðrum hætti hvað þetta varðar. Fyrir utan það þá kemur það svo sannarlega í bakið á okkur sem sömdum í sumar og við gerðir að algjörum ómerkingum meðal okkar manna. Þetta stefnir í að verða hevy dæmi.
p.s. Þannig er staðan í málinu um þessar mundir og beðið er svara útgerðarmanna við póstinum hér að ofan.
Kveðja Árni Bjarnason
Beinn sími 520-1284
Gsm 861-4033
ab@skipstjorn.is
ab@officer.is
Farmanna & fiskimannasamband Íslands