Stjórnarkjör 2012

Skilafrestur framboðslista vegna stjórnarkjörs 2012 rann út 31.janúar. Útdráttur úr lögum félagsins. III. Kafli. Stjórn félagsins – skipan – framboð – kosning. Uppstillinganefnd – kjörstjórn.

16.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð níu mönnum, formanni, varaformanni, ritara og sex meðstjórnendum. Við stjórnarkjör skal ennfremur kjósa fjóra varamenn. Kjörtímabil stjórnar er 4 ár. Stjórnin skal kosin með listakosningu í allsherjar póst-atkvæðagreiðslu. Kjörgengi til stjórnarkjörs hafa allir þeir sem eru fullgildir félagsmenn á þeim tíma sem kjörskrá skal lögð fram sbr. ákvæði 6. greinar. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en 10.janúar á kosningaári og framboðslistar skulu lagðir fram í síðasta lagi 31. janúar það ár sem kosning fer fram. Framkvæmdastjórn félagsins skipa formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri. Í forföllum einstakra framkvæmdastjórnarmanna má kalla til einn af meðstjórnendum úr stjórn félagsins sem varamann. Við afgreiðslu mála sem snerta einstakar starfsgreinar kallar framkvæmdastjórn til stjórnarmann/menn viðkomandi starfsgreinar.

Stjórnarkjör 2012.

Kjörskrá hefur legið frammi í afgreiðslu félagsins frá 10.janúar 2012 eins og 16.grein félagslaga mælir fyrir um.Uppstillinganefnd sem kjörin var á síðasta aðalfundi félagsins skilaði 31.janúar 2012 tillögu sinni til stjórnarkjörs í Félagi skipstjórnarmanna til kjörstjórnar.

Listi uppstillinganefndar vegna stjórnarkjörs í Félagi skipstjórnarmanna 2012.

Aðalmenn:

Árni Bjarnason formaður

Birgir Sigurjónsson ritari

Björn Ármannsson meðstjórnandi

Friðrik Höskuldsson meðstjórnandi

Guðjón Guðjónsson meðstjórnandi

Guðlaugur Jónsson varaformaður

Magnús Harðarson meðstjórnandi

Páll Halldórsson meðstjórnandi

Vignir Traustason meðstjórnandi

Varamenn:

Gunnar Gunnarsson

Jón Frímann Eiríksson

Sigþór Guðnason

Sigurður Þórarinsson

Uppstillinganefnd: Guðjón Ármann Einarsson, Eiríkur Jónsson,
Gunnar Gunnarsson, Friðrik Höskuldsson og
Magnús Harðarson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur