Skipstjórnarmenn LHG, Hafró og í Ferðaþjónustu samþykkja kjarasamninga.

Þrír kjarasamningar skipstjórnarmanna voru undirritaðir þann 18. apríl síðastliðinn, þeir fóru í framhaldinu í atkvæðagreiðslu sem lauk í síðustu viku.  Samningarnir voru allir samþykktir.

 

Hjá Landhelgisgæslunni voru 29 á kjörskrá, 22 svör bárust eða 75,86% kjörsókn.  Já sögðu 19 eða 86,36%,  nei sögðu 3 eða 13,64%.  Samningurinn gildir til 31. mars 2024.

Hjá Hafrannsóknastofnun voru 8 á kjörskrá, 6 svör bárust eða 75% kjörsókn.  Já sögðu allir 6.  Samningurinn gildir til 31. mars 2024.

Hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum voru 14 á kjörskrá, 10 svör bárust eða 71,43% kjörsókn.   Já sögðu 9 eða 90%, nei sagði 1 eða 10%.   Samningurinn gildir til 31. janúar 2024.

Samningarnir eru á sömu nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu, þar sem stefnt er að viðræðum strax og í haust þar sem freista á þess að semja til langs tíma og samningur taki við af samningi.

Samninganefndir verða kallaðar til undirbúnings næstu samninga fljótlega.

Sjá má kjarasamningana á www.skipstjorn.is  “Mínum síðum”

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur