FS og VM skrifuðu undir sameiginlegan kjarasamning við Faxaflóahafnir þann 20. nóvember síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 1. maí 2024 til 30. apríl 2028, fyrri samningur rann út í lok apríl 2024.
Samningurinn var kynntur félagsmönnum á fundi síðastliðinn fimmtudag 21. nóvember 2024. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hófst í kjölfarið sama dag og stendur til hádegis fimmtudaginn 28. nóvember 2024.