Sameiginleg umsögn FFSÍ og FS um frumvarp til laga um stjórnkerfi fiskveiða 570. mál.
Sent Atvinnuveganefnd Alþingis
Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8 – 10
150 Reykjavík.
Atvinnuveganefnd.
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða 570. Mál.
Samtök skipstjórnarmanna (Farmanna- og fiskimannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna) vísa til umsagnar um frumvarp sama efnis sem lagt var fram í mars 2012 og samtökin mótmæltu harðlega bæði skriflega og munnlega á fundi með Atvinnuveganefnd.
Það frumvarp sem nú liggur fyrir er að stærstum hluta byggt á frumvarpi fyrra árs og þær breytingar sem gerðar hafa verið eru að mati samtaka skipstjórnarmanna til þess fallnar að gera málið enn verra og var það þó nógu slæmt fyrir.
Þær breytingar sem fram koma í nýju frumvarpi munu allar leiða til versnandi afkomumöguleika umbjóðenda okkar og gera stækkandi hóp manna að leiguliðum stjórnvalda. Slík leið mun ekki leiða til sáttar innan greinarinnar öðru nær.
Samtökin mótmæla því framkomnu frumvarpi harðlega og skorar á stjórnvöld að draga frumvarpið til baka.
Reykjavík 8. Febrúar 2013.
Virðingarfyllst
f.h. FFSÍ og Fs.
Árni Bjarnason Guðjón Ármann Einarsson