Óskiljanleg ákvörðun að fresta hvalveiðum.

Ég skil ekki ákvörðun Matvælaráðherra Svandísar Svavarsdóttur að fresta hvalveiðum til 31. ágúst næskomandi, það þýðir í raun að það verða engar hvalveiðar í ár.  Ég skil ekki svona stjórnsýslu og framkomu við fólk og fyrirtæki.  Ég hélt að stjórnmálamenn væru í vinnu fyrir fólkið í landinu, til að gæta hagsmuna fólksins.  Að óbreyttu munu um 150 til 200 manns, sjómenn og landverkafólk verða af vertíðinni með tilheyrandi tekjutapi.   Þvílíkt virðingarleysi við fólk.

Ég sit fyrir hönd Félags skipstjórnarmanna í samráðsnefnd Svandísar Auðlindin okkar, þar hef ég talað skýrt fyrir þeirri skoðun að heimila eigi sjálfbærar veiðar á Langreyð og Hrefnu.  Ég skrifaði grein um veiðar á hval í Sjómannadagsblað Fiskifrétta, sjá úrdrátt úr greininni á heimasíðu Fiskifrétta hér 

Á aðalfundi Félagsins sem haldinn var þann 2. júní sl. var einróma samþykkt ályktun um sjálfbærar veiðar á Langreyð og Hrefnu.  Ályktunin var send samdægurs á helstu fjölmiðla án þess að það væri gert neitt með hana.

Í dag var ég í símaviðtali á RUV, það birtist aðeins brot af viðtalinu við mig í Speglinum á Rás 1, en þess var ekki getið að ég skoraði á Svandísi Svavarsdóttur að draga ákvörðun sína til baka.

Andstæðingar hvalveiða og mótmæli gegn hvalveiðum fá góðan tíma í helstu fréttatímum ljósvakamiðla, en þeir sem eru hlynntir veiðum fá litla sem enga umfjöllun.

Umfjöllun fjölmiðla um málefnið er full af rangfærslum, myndefni sem birtist með fréttum er skrumskælt og framsett á versta veg.

Ég skora á Matvælaráðherra Svandísi Svavarsdóttur að draga ákvörðunina til baka, hún yrði maður að meiru.

Árni Sverrisson

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur