Félag skipstjórnarmanna hefur fest kaup á sumarhúsi í Hálöndum við Hlíðarfjall, að Huldulandi 2. Húsið er 108 fermetrar að stærð, með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Í húsinu er heitur pottur, hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla og stórbrotið útsýni yfir Akureyri. Húsið verður tekið í notkun í október og munum við auglýsa það sérstaklega þegar opnað verður fyrir útleigu.