Árni Sverrisson hefur hafið störf hjá félagi skipstjornarmanna. Árni var í stjórn Öldunnar um langt árabil stundaði sjómennsku rúm 20 ár, lauk námi í útgerðartækni 1985 og hefur víðtæka reynslu til lands og sjávar. Undanfarin níu ár hefur hann starfað hjá VÍS þar sem hann hefur séð um skipatryggingar og farmtryggingar.
Þar áður var hann framhvæmdastjóri hjá Scanmar á Íslandi í fimm ár og fyrir þann tíma var hann stýrimaður og afleysingaskipstjóri á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni sem hann sótti til Chíle ásamt fleirum.