Lágmarkskauptaxtar kjarasamninga hækka um 0,58% frá 1. apríl 2025.
Sjá nýja kaupskrá hér
Í Stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars 2024 var samið um svokallaðan kauptaxtaauka sem felur í sér að á samningstímanum er árlega borin saman hlutfallsleg hækkun launavísitölu á almennum markaði og ákveðins viðmiðunartaxta á sama tímabili. Ef vísitalan hefur hækkað meira en viðkomandi launataxti kemur til greiðslu kauptaxtaauka sem nemur hlutfallslegum mun hækkana vísitölunnar og viðmiðunartaxtans.