Möguleg 5,7% réttindaskerðing hjá lífeyrisþegum í Gildi lífeyrissjóði !

Í frétt á heimasíðu Gildi lífeyrissjóðs kemur fram að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2025, er lagt til að framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða verði lækkað um 4,7 milljarða króna og að það verði afnumið að fullu árið 2026. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt, mun það leiða til skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga nokkurra lífeyrissjóða, þar á meðal Gildis-lífeyrissjóðs.

Lífeyrisréttindi sjóðfélaga munu skerðast vegna þess að örorkubyrði Gildi lífeyrissjóðs er mikil, hún er um 20% af öllum lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga, mun meiri en flestra annarra lífeyrissjóða. Þegar örorkubyrði lífeyrissjóðs er mikil verða færri krónur til að greiða ellilífeyri. Ellilífeyrisréttindi eru því almennt lægri hjá sjóðum með hátt hlutfall örorku. Af þeirri ástæðu var árið 2005 samið um það í kjarasamningum að ríkið greiddi sérstakt „framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða“ til að minnka þann mun sem mismunandi tíðni örorku skapar milli lífeyrissjóða.

5,7% réttindaskerðing að óbreyttu
Gildi-lífeyrissjóður nýtir framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði annars vegar til hækkunar á réttindaöflun greiðandi sjóðfélaga og hins vegar til hækkunar á lífeyrisgreiðslum sjóðfélaga sem komnir eru á lífeyri. Samanlagt hækkaði framlag ríkisins á síðasta ári réttindi sjóðfélaga Gildis um 5,7%. Miðað við fyrirliggjandi frumvarp um afnám örorkuframlagsins verður hækkun réttinda sjóðfélaga einungis 2,85% á næsta ári og 0% til frambúðar. Það þýðir með öðrum orðum að verði framlag til jöfnunar örorku lagt niður mun það leiða til þess að réttindi sjóðfélaga Gildis skerðast samanlagt að óbreyttu um 5,7%.

Leita þarf lausna
Framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði er afar mikilvægt, þrátt fyrir að það hafi ekki verið nægilegt til að jafna út þann mikla mun sem er örorkubyrði lífeyrissjóða. Að mati sjóðsins er málefnalegt að endurskoða úthlutunarfyrirkomulag framlagsins til raunverulegrar jöfnunar á örorkubyrði milli sjóða. Að sama skapi er afar mikilvægt að skerða ekki umrætt framlag til jöfnunar örorku til þeirra sjóða sem hafa háa örorkubyrði, a.m.k. ekki fyrr en aðrar lausnir liggja fyrir hvað það varðar, ella mun það leiða til skerðingar á lífeyri sjóðfélaga.

Gildi-lífeyrissjóður hefur sent Alþingi ítarlega umsögn vegna fyrirætlana stjórnvalda um að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða.

Umsögn Gildi má sjá hér 

Frétt á heimasíðu Gildi er hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Félag skipstjórnarmanna notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á skipstjorn.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur