Sjómannablaðið Víkingur stendur fyrir ljósmyndakeppni á meðal sjómanna. Keppnin er hugsuð til að efla og auka áhuga sjómanna á tómstundaiðju samhliða störfum sínum á sjó og hvetjum við alla sjómenn til að taka þátt.
- Hver þátttakandi má senda inn að hámarki 15 myndir.
- Allir íslenskir sjómenn og sjómenn á íslenskum skipum geta tekið þátt í keppninni.
- Myndir eiga að vera í hæstu mögulegri upplausn.
- Myndefnið á að tengjast umhverfi sjómannsins hvort heldur er um borð í skipum, frá landi hvort heldur er í vinnu eða frítíma.
- Myndir sem sendar eru inn verða að vera í eigu þess sem tók myndina með því að sá/sú ýtti á afsmellarann og á höfundarrétt hennar.
- Skilafrestur er til 1. desember nk.
Umsjónarmaður keppninnar er Hilmar Snorrason, fv. skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, og tekur hann við stafrænum myndum í keppnina á netfangið ljosmyndakeppni@outlook.com eða captsnorrason@outlook.com